Skírnir - 01.01.1883, Side 44
46
ENGLAND.
búnu að snúa aptur til varðhaldsins. f>etta hjelt hann líka,
en á leiðinni var honum alstaðar fagnað með miklum virktum
— að vjer ekki segjum tilbeiðslu — af samlöndum hans.
Um þessar mundir hafði Gladstone ráðabreytni með höndum,
og hún virðist hafa vaknað við það, að hann sá, hve lítið for-
boðin móti bændafjelaginu eða varðhaldsvist forstöðumann-
anna hafði áorkað til landsfriðar á Irlandi. Hann hafði þrennt
fyrir stafni, að bæta landbúnaðarlögin, og nýtt lagafrumvarp til
tryggingar friði og griðum, og hleypa þeim öllum út úr varð-
haldi, sem að eins væru sakaðir um mótþróa og æsingar gegn
stjórnarlögunum. Hjer skildi þá á Gladstone og Forster,
ráðherra irsku málanna, sem ávallt hafði beitt því framasta sem
lögin leyfðu í gegn óaldarflokkunum, og ávallt ráðið til að
tökin yrðu harðari á Irum, enn þau voru. Gladstone ætlaði
sjer að blíðka lund Ira með vægðinni, og mart þótti votta,
að hann vildi freista, hvort hann gæti ekki gert Pamell og
liða hans sjer samvinnandi á Irlandi i því að hepta illræðin
og hverfa hug alþýðunnar frá óaldarflokkunum. það var borið
fram á þinginu, að eitthvað þessu viðvikjandi hefði farið á
milli Gladstones og bandingjanna í Killmainham, og honum
tókst ekki að bera það af sjer með öllu. Hitt kom fram 2.
maí, að þingmönnum Ira, Parnell, O’ Kelley og John Dillon
var hleypt út úr varðhaldi, en Davitt skömmu síðar, hinum
gamla Feníaliða, sem um hefir verið getið i síðustu ár-
göngum þessa rits. þingmennirir vitjuðu þegar sæta sinna á
þinginu. það var sjerilagi þetta ráð Gladstones, sem kom
Forster til að segja sig úr ráðaneytinu, og um leið sagði
Cowper lávarður af sjer varakonungstigninni á Irlandi. I þeirra
stað komu Cavendish lávarður (ráðherra) og ‘ Spencer jarl
(varakonungur). Cavendish var son hertogans af Dewonshire,
(sem á miklar jarðeignir á Irlandi) og bróðir Hartingtons lá-
varðar, ráðherra Indlandsmála. Hann hafði gegnt lengi em-
bættum í írsku stjórninni og verið af öllum vel þokkaður og
að beztu einu kunnur á Irlandi. Undirráðgjafi varakonungs-
ins var sá maður sem, Bourke nefndist, en morðanefndin
hafði þá dæmt hann til dauða. - f>að kom fram við sakaprófin