Skírnir - 01.01.1883, Page 45
/
ENGLAND. 47
i vetur, að Forster ráðherra höfðu verið banaráð huguð fyrir
löngu, og morðingjarnir hefðu gert tvær eða þrjár atreiðir að
vinna á honum, er hann ók um stræti, en í hvert skipti bar
svo út af um tímann, sem hans var von, eða þeir þekktu
hann ekki, að allt fórst fyrir. Hið sama var varakonunginum
ætlað, en hann fór á burt áður enn þeim gæfist færi á honum.
það er sagt, að leyndarstjórn illræðisflokkanna hafi þótt það
mjög tortryggilegt, er þingmönnum og fleirum var hleypt út
úr varðhaldi, og hana hafi grunað, að þeir mundu hafa bundizt
einhverjum heitum við stjórnina. Fyrir þá sök hafi hún viljað
láta þau verk unnin, sem gætu sannfært Englendinga og
stjórn þeirra um, hve fjarleitir Irar væru öllum sáttum. A
Bourke skyldi hefndarráðin fyrst niður koma. þeir Spencer
og Canvendish urðu samferða til Irlands, og komu laugardag-
inn 6. mai til Dýflinnar. Innreið þeirra var með þeirri við-
höfn sem títt er, og fólkið tók þeim með fagnaðarópum. I
höll varakonungsins, Dublin Castle, fór nokkurskonar vigla
fram (konungs eða stjórnarvígsla) eptir gömlum vanda, og
eptir borðhaldið ók Cavendish á burt til sinnar hallar. Höll
varakonungsins stendur við mikinn aldingarð, sem Fönix Park
heitir, en á þeim stíg garðsins, sem Cavendish ók um, mætti
hann Bourke. Lávarðurinn stje þegar af vagninum, og tóku
þeir þá göngu saman í garðinum. þá var rúm stund af miðj-
um aptni, er þeir voru komnir á móts við höll varakonungs-
ins, og eigi lengra frá henni, enn að menn sáust þaðan þar á
gangi, er þeir voru staddir. þar voru fjórir menn á vegi fyrir
þeim, en akmaður beið á vagni spölkorn frá þeim á akstígnum.
þegar þeir Cavendish gengu framhjá þeim tveim, er næstir voru,
var lávarðurinn á undan, og var ekki á hann ráðið. Sá af
samsærismönnnum (Catey að nafni), sem bauðst til sagna og
mestu kom upp við sakaprófin, sagði að morðingjarnir hefðu
ekki þekkt Cavendish. Annar morðingjanna rjeð þegar til
Bourkes, og stakk sveðju í hann fyrir neðan herðarblaðið, eða
í síðuna, um leið og hann þreif í öxl hans með hinni hend-
inni. þegar Cavendish heyrði óp fjelaga síns, snerist hann við
og hljóp þegar til hans. Hann hafði ekki annað enn regn-