Skírnir - 01.01.1883, Page 46
48
ENGLAND.
hlíf i hendi sjer, og með henni reiddi hann til höggs á morð-
ingjann, en hinir þustu þá til og stungu lávarðinn skjótt til
bana. þeir ljeku bæði líkin herfilega og hjeldu siðan burt í
þeim vagni, sem fyr er á minnzt. Morðingjarnir vissu það
ekki fyrr enn löngu síðar, hver hinn var sem þeir höfðu
drepið, en það er þó óefanda talið, að Cavendish hafi verið-
kominn á heljarskrána. Bæði frá höllinni og öðrum stöðum
höfðu menn sjeð til viðureignarinnar, en allir hjeldu, að það
væri ekki annað enn áflog drukkinna manna. Nærri má geta
hvernig almenningi yrði við svo ill og hræðileg tiðindi, en
sjálfir förustumenn bændafjeiagsins Parnell, Dillon og Davitt,
birtu ávarp til Irlendinga, þar sem þeir komust svo að orði,
að meiri óhappaverk hefði ekki verið hægt að fremja Irlandi
til óblessunar enn þessi skelfilegu morð, sem hefðu næstum
slökkt allar vonir þeirra um betri tíma, og væri sá við-
bjóðsflekkur á virðingu landsins, sem eigi yrði afmáður, fyr enn
írar seldu þá menn dómsvaldinu í hendur, er það hefðu unnið.
í það allt sem Gladstone hafði hugað að gera til sáttasam-
göngu með forustumönnum bændafjelagsins hlaut nú að korna
apturkippur, og í stað tilhliðrandi eða vægjandi lagafrumvarps
var hann nú að búa til önnur lög, sem lutu að harðari átekt-
um og niðurbælingu óaldarinnar og illræðanna á Irlandi. þau
voru i flestum atkvæðum harðari og frelsinu nærgöngulli, enn
menn hafa átt að venjast í löndum Bretadrottningar. Kvið-
dómar voru af teknir |þ. e. að skilja: fyrir ótiltekinn tíma),
heimild umboðsvaldsins aukin til mestu muna, löggæzlumönn-
um leyft að rannsaka hús manna, Jiar sem þá grunaði
að vopn, skjöl eða annað þessh. mætti finna, mönnnum
bannað að ferðast úti á vegum um nætur, nema brýna nauð-
syn bæri til, enda mætti taka þá menn þegar fasta, ef þeir
þættu iskyggilegir, og sömuleiðis var þeim hjeruðum hótað
þungum gjöldum, þar sem mikil ódáðaverk væru framin. En
fremur var varakonunginum veitt heimild til að banna svo
fundahöld, sem honum þætti við eiga, en stjórninni til hins,
að vísa öllum aðkomnum mönnum úr landi, ef líkur þætti til,
að þeir hefðu iil ráð með höndum. Lögin fengu góða undir-