Skírnir - 01.01.1883, Qupperneq 47
ENGLAND.
49
tekt í báðum málstofum, en í hinni neðri reyndu írar að tefja
sem lengst fyrir öllum lyktum, en Parnell og hans liðar töl-
uðu þó með meiri stillingu enn vant var. Hinn nýi ráðherra,
Trevelyan að nafni, sem kom í stað Cavendish, efldi lög-
gæzluliðið og beitti hinum nýju lögum svo fast og rækiliga,
sem við mátti komast. Aður enn lögin náðu gildi, hafði
morðingjanefndin látið vinna á fjórum mönnum til bana, tveim
umboðsmönnum stóreignarmanna og þjónum þeirra, og í júlí
fannst sá maður myrtur um nótt á stræti í Dýflinni, sem menn
ætluðu hafa verið í tölu samsærismanna, en hafa færzt undan
að vinna eitthvert ódáðaverkið. Sakatala stjórnarinnar fyrir júní-
mánuð var annars svo látandi: 5 morð, 8 morðtilræði, 18
brennur, 24 lemstranir á fjenaði, 3 vopnarán, 36 spell á
munum og eignum, sex sinnum skotið inn í hús, þrisvar ráðizt á
híbýli manna og 155 beitingabrjef (alls 258 sakir). Vjer hefðum
átt að geta þess fyr, að nokkru siðar enn morðin voru framin
í Fönixgarðinum, fundu löggæzlumenn í fylgsni einu í Clerken-
well (í Lundúnum) 277 kúlubissur (skorubissur) og 2000 púð-
urstikla. það var sending, sem átti að koma til Irlands, og
varð sá maður (Walsh að nafni) loks höndlaður, sem staðið
hafði fyrir kaupunum og optsinnis áður komið vopnasend-
ingum til Fenia á Irlandi. Eptir það að stjórnin gat beitt
enum nýju lögum (eða frá síðara hluta júlímánaðar), tóku ill-
ræðin að rjena, en morð og morðtilræði og hin meiri ódáða-
verk miður enn hin minni að tiltölu. A ágústmánuð komu
165 sakir, af þeim, 1 morð, 7 morðtilræði, 16 brennur, 6 að-
sóknir að hibýlum manna, og svo frv., en á september 130,
af þeim, 2 morð, 3 niorðtilræði, 16 brennur, 8 lemstranir á
fjenaði, 70 heitingabrjef eða hótanir og svo frv. I október
komust sakirnar niður i 111, en það sem mest var vert, var
það, að löggæzlumennirnir fóru að finna spor og ferla, sem
þeim tókst síðar svo að rekja, að hendur urðu á þeim hafðar,
sem verstu verkin höfðu unnið. *) þeir fundu í Dýflinni (í októ-
*) Mest var sú veiðin, er 17 voru höndlaðir nóttina milli 12. og 13.
jan. þ. á.
Skírnir 1883. *