Skírnir - 01.01.1883, Síða 48
50
ENGLAND.
ber), knífana sem morðingjarnir höfðu haft í Fönixgarð-
inum, og voru þeir með blóðblettum. það voru læknaknífar
til afskurðar lima, hárbeittir og blöðin 9 þumlungar á lengd,
en það uppgötvaðist síðar við sakaprófin, að þeir voru komnir
frá Lundúnum fyrir umstilli konu, sem þar átti heima. Vjer
ætlum næsta „Skírni“ að segja nánara frá þvi, sem upp kom
við dómprófin í vetur (í byrjun febrúarmán.), og það þvi heldur,
sem þeim var ekki lokið, er þetta var skrifað, en skulum að
eins geta þess, að hjer sátu 22 menn á sakamannabekknum,
og á meðal þeirra voru allir (8 að tölu), nema einn, sem
unnu morðin i Fönixgarðinum, eða við þau voru riðnir; en
Carey, sem fyr er nefndur, var einn í þeirra tölu. Sá tnaður
kynnti og frá þvi, að „hinir írsku óvinnandi“ væru einvalalið
Fenía og hafðir til morðverkanna. Sumir af þeim væru góð-
kunningjar Parnells og annara forustugarpa bændafjelagsins,
en hitt var eptir að vita, hvort þeir menn hafi vitað deili á,
við hverja þeir áttu saman að sælda.
Trevelyan, ráðherrann, sem fyr er nefndur, komst í haust
i einni ræðu sinni svo að orði, að samsærismenn mundu því
hafa gengið svo djarft og hiklaust að verkum sínum, er þeir
Sáu, að löggæzluvaldinu tókst vart að ná neinum illræðis-
manna, að hann yrði að sökum sannur. Hann kallaði það
mestu nýlundu, er mönnum tókst í sumar leið að hafa hendur
á einum morðingjanum, sem síðar var af tekinn, og gat þess
til, að þetta hefði sett nokkurn geig i morðvargana, er þeir
upp úr þvi urðu nokkuð ófrakkari enn fyr. það er liklegt
að þeir beri allir (22) daukasök á baki, sem nú (í febr.)
standa fyrir rannsóknardómi í Dýiiinni, og verður þá drjúgt
skarð höggið í morðvargaflokkinn, þegar þeir hafa allir þegið
sín málagjöld, og ættu þeir þá að skelkast heldur, sem eptir
eru. það er vonandi, að stjórninni takist að hepta illræðin
á Irlandi með kappsamri eptirleit og harðri aðgöngu, en hins
mun lengur að bíða, að Englendingar þýði sjer hug íra til
þegnlegs bróðernis, eða hverfi þeim frá rjettarkvöðum sínum
og sjálfsforræði. Siðan í haust hefir Parnell og hans liðar
— þ. e. hófsmenn í forstöðunefnd bændafjelagsins — náð