Skírnir - 01.01.1883, Page 49
ENGLAND.
61
mestum ráðum í stjórn þess, eða þeir hafa að mestu dregið
þau úr hinna höndum, sem frekastir voru, og hvöttu til
harðrar mótstöðu (Davitt O’Brien og fl.). En það er þó hægt
að sjá, hve mikið hjer ber á milli, er Parnell vill enn sem
fyr, að Irland fái þing sjer og forræðisstjórn, en Englend-
ingar taka sem fjarst, að þingsambandið slitni#). þó Irar hafi
spillt sjálfir máli sínu með samsærisráðunum, og þeim sje um
mest rauna sinna að kenna, þá er annað bágt enn að láta
sjer til rifja renna orð þeirra manna, sem kveina sáran undan
atförum Englendinga, síðan yms lög (t. d. mannhelgilögin)
voru úr gildi numin. Slík ummæli vantar ekki heldur af íra
hálfu á þinginu. Englendingar hafa aldri verið lintækir á Ir-
landi, þegar þeir beittu þar ólögbundnu valdi. Að nú muni
likt að farið, má ráða af orðum Herberts Gladstones — hann
er sonur stjórnarforsetans — er hann sagði í einni ræðu sinni
(í vetur), að Englendingar yrðu að vera rjettlátir við Ira og
sjá þeim fyrir öllum sanni, en sú stjórn, sem sæti þá í Dublin
*) Forstöðumenn og fjelagar fje'agsins áttu fund með sjer í Dýflinni í
olctóber, og er það siðan (eptir uppástungu Parnells) kallað »J>jóðfje-
lag íra«. Menn fjellust þar á uppástungu Parnells, að fjelagið skyldi
beitast fyrir 5 höfuðatriðum: 1, sjálfsforræðisstjórn Irlands; 2, endur-
bótum landsleigulaganna; 3, þjóðlegri og óháðri hjeraðastjórn : og
borga; 4, útfærslu kjörrjettar til löggjafarþings, og hjeraða- eða borgar-
ráða; 5, lagabótum og framförum í öllu, sem atvinnu- og iðnaðarhagi
snertir. í ræðu sinni endurtók Parnell gamla kenningu sína, að
ástand þjóðarinnar gæti ekki færst til fulls batnaðar fyr enn jarð-
irnar væru komnar undan enskum stóreignamönnum. Rjett fyrir jólin
hjelt hann tölu í Cork til kjósenda sinna. Hann viðurkenndi, að land-
skuldalög Gladstones hin nýju (frá því í sumar, um eptirstöðvar
skulda, uppgjöf þeirra og gjaldfrest) hefðu ljett stundarneyð af mörgum
leiguliða, en sagði að stjórnin yrði að láta miklu meira af höndum
rakna, ef fólkinu ætti að líða betur. Hann fór mörgum orðum um
volæði manna í bygðum og borgum á írlandi. Stjórninni væri nær
að láta fátækt og bjargarlaust fólk fá eitthvað af þeim beitilöndum
til yrkingar, sem lægju ónotuð og nema 3 milljónum ekra, enn að
veita því fjestyrlc til að komast til Vesturheims. írar ættu líka sjálfir
að efna sjer til mikilla sjóða, að hjálpa fólki í viðlögum, eða þeim að
minnsta kosti, sem reknir yrðu af ábúð sinni.
4*