Skírnir - 01.01.1883, Qupperneq 53
ENGLAND.
55
gaffals, en höfðingjarnir tóku kjötstykkin á göífulunum og nög-
uðu þau svo eigi ógræðgilegara enn ralckar. Kjöt líkaði þeim
bezt á ferðinni, og tóku þeir svo ríflega til sin, að hver þeirra
torgaði þremur pundum nautalcjöts í hvert mál. þegar þeir
óku á járnbrautinni frá Southampton til Lundúna, ralc þá i
mikla furðu af öllu er fyrir þá bar, ökrunum, hjörðunum,
skrauthýsinu — og svo fannst þeim ósköpin öll til brautar-
blástursins og fleygihraðans. Cetewayó hafði opt orð á, að
sjer hefði minnst verið að kenna ófriðurinn við Englendinga,
en kvazt ekki skilja neitt í því, að önnur eins stóreflisþjóð
skyldi hirða að fara i stríð við Zúlúana sina. Hann sagðist
fagna því mjög, að koma á fund drottningarinnar og prinsins
af Wales, enda segði sjer svo hugur um, að hann hlyti gott
af ferðinni. það sem Cetewayó undraðist mest, voru vopna-
búrin og vopnahirzlurnar í Woolwich. Fyrirliðar enska hersins
tóku honum með miklum virktum og kurteisi, og sýndu allt
hið merkilegasta, og ljetu hann bæði sjá og heyra kraptaverk
stórskeytanna og sprengivopnanna. „Mig brestur orð“, sagði
hann, „til að tjá, hve það hefir glaðt mig að sjá þessa miklu
vopnsmíðastöð drottningarinnar, móður minnar. Jeg hef sjeð
mörg furðuverk ensku þjóðarinnar, en nú hefi jeg sjeð hvaðan
þeir hafa aflið“. Hugboð hans rættist með bezta móti, er
Viktoria drottning veitti honum aptur tign og og riki. Nú er
hann kominn heim aptur og situr að völdum, þ. e. að skilja:
með tilsjá og yfirboði Englendinga.
Til að sýna, hvernig Englendingar kosta kapps um að
efla þekking og menntun hjá þeim þjóðum, er þeir eiga yfir
að bjóða, viljum vjer minnast á skólana, sem þeir hafa stofnað
á Indlandi, bæði æðri og lægri, og sitthvað annað, sem vottar
framfarir Inda í bóklegum menntum. þar eru 3 háskólar, í
Kalkúttu, Madras og Bombay, vísindaskólinn í Pendschab,
aðalskólinn í austurlanda og indverskum fræðum í Allahabad,
og 4 læknaskólar (í Agra, Kalkúttu, Madras, Bombay). þar eru
enn fremur 61 menntaskólar, og i barnaskólana gengu í fyrra
meira enn tvær milliónir indverskra barna, drengir og stúlkur.
þá voru dagblöð að tölu 230 í ymsum málum og mállýzkum.