Skírnir - 01.01.1883, Page 55
ENGLAND.
57
Samgöngur og samskipti væru svo að eins ákjósanlegar, að
þær gerðu engan andvaralausan, en hertoginn af Cambridge
kallaði það mesta ábyrgðarráð að halda áfram því mannvirki
með öðru móti enn því, að um leið yrði reistur fulltraustur
kastali við op brautarganganna á Englandi, en í honum yrðu
Englendingar að hafa 7 eða 10 þúsundir manna á verði.
Hitt yrðu menn þá líka að athuga, hvort svo mikið væri í
gangaleiðina varið, að þeim tilkostnaði sætti. Við þau and-
vararáð settust allir aptur, og var nú hætt við gangagröptinn
að sinni.
Skýrslur komu í október frá verzlunarráðinu (Board of
Trade) um skipskaða ( á skýrsluárinu 1880—81 við strendur
Englands eða beggja eylandanna, að hinum minni eyjum með
töldum. f>eir voru ekki færri enn 3575, eða 1056 fleiri enn
árið á undan. Líftjón höfðu beðið 984 menn. f>ess er getið,
að þá hafi á 27 árunum siðustu drukknað 19,534 menn við
þær strendur, en á þeim tíma hafi strandbjargalið Englend-
inga forðað 12,667 manna frá dauða. f>ar var og sagt, að
austanveður og landsynningar yllu flestum skipsköðum.
2. marz skaut maður úr pistólu að þeim vagni, sem
Viktoría drottning ólc í frá einni járnbrautarstöðinni til hallar
sinnar. Kúlan kom ekki allnærri, en hjer mátti voði af hljót-
ast, þó „óskytja ör geigaði“ og maðurinn væri svo geggjaður
á vitinu, að hann yrði að flytja til vitfirringaspítala.
Mannalát. Við byrjun ársins (umliðna) andaðist skáld-
sagnahöfundurinn Harrison Ainsworth 76 ára að aldri.
Hann var einn af þjóðkunnari rithöfundum í þeirri grein, og
, ein af skáldsögnm hans, „John Chiverton11, fjekk beztu með-
mæling af Walter Scott, en margar þeirra voru þýddar á yms
Evrópumál. — I fyrra hluta marzmánaðar dó Charles W.
Thomson, prófessor í náttúrusögu við háskólann í Edínaborg,
varla 51 árs gamall. Hann er einn af nafnkunnustu náttúru-
fræðingum Englendinga, og hefir verið í ymsum siglingum til
að kanna höf og lönd, og ritað um þær ferðir, t. d. ferðasögu
skipsins Challenger (ferðin að þvi oss minnir byrjuð 1858), og
bók sem heitir „Frá marardjúpi11, auk margra annara rita. —