Skírnir - 01.01.1883, Síða 60
62
FRAKKLAND.
plægnu og metorðagjörnu forustugarpa. En vjer verðum að
játa, að stjórn Frakklands hafi farið sumt heldur óheppilega
úr hendi árið sem leið, og að þjóðveldið verður að hafa þau
víti sjer til varnaðar, ef vel á að fara — og hjá hinu að kom-
ast, að Frökkum leiðist. Vjer skulum benda á sumt, sem
skynberandi menn á Frakklandi finna jafnan að, og kalla eigi
góðs vita, nema varúð sje við höfð. þeim þykir það sæta
sýnni hættu og óhöppum, þegar svo virðist vera, að stjórn eða
þing ráði ekki við ákafa sinn að breyta sem flestu og um-
skapa, t. d. stjórnarlögunum, eða reka á eptir þeim nýmælum,
sem mestur hluti þjóðarinnar sjer ekki, að neina nauðsyn beri
til. Vjer tökum til dæmis nýmæii Gambettu, eða frumvörp
hans til breytinga á þingsköpum og kosningum. því fór svo
fjarri, að mönnum þætti þær breytingar nauðsynlegar, eða rík-
inu heillavænlegar, að suma þá óaði jafnvel við þeim, þegar
á skyldi herða, sem fylltu flokk Gambettu, og bæði á þingi og
utanþings var viðkvæðið almennt þetta: að hann ætlaði sjer að ná
með þessu móti alræðisvaldi á Frakklandi. Nýmælin urðu honum
lika að falli. 26. janúar fór hann frá stjórninni og allir hans
sessunautar. þegar að hinu er nú gáð, að þjóðin átti þar
mesta skörung sinn sem Gambetta var, og tíð ráðherraskipti
eru fæstum ríkjum fyrir góðu, þá mátti hjer helzt við enu verra
búast, er hans naut ekki lengur við til forstöðu stjórnarinnar,
sem þá stóð á. það er ekki líklegt, að samband vesturþjóð-
anna hefði slitnað, eða, að Frakkland hefði orðið skákað úr
reit á Egiptalandi, ef Gambetta hefði verið kyr við stjórnina.
Eptir fa.ll hans var einhver bambursbragur á stjórn Frakklands,
og það allt fram á þetta ár. Eptir hann kom Freycinet, og
má um hann segja, að hann fjelli á sjálfs síns bragði í egipzka
málinu. Hann vildi vera öllum vitrari, sigla milli skers og
báru í Miklagarði, varast Bismarck, en hafa þó fylgi hans, halda
bandalaginu við Englendinga, en hlutast ekki til með þeim um
atfarir — utan senda skip til varðgæzlu á leiðarsundinu um
Suez. Hann beiddist til þess framlaga af þinginu, en er
þeirra var synjað, og jafnvel sumir sessunauta hans voru orðnir
óánægðir með hans frammistöðu, gaf hann upp stjórnina í