Skírnir - 01.01.1883, Side 62
64
FRAKKLAND.
mönnum þykir hafa dregið á ráð þjóðveldisins árið sem leið
— og fleira áþekkt mun síðar fram tint af fjelagsfari Frakka
— en nú er að minnast á sumt, sem mætti leggja til mót-
vægis. „Skírnir“ gat þess í fyrra, hvern áhuga Frakkar leggja
á að færa út landeignir sínar í Afríku, og hvað þeim hafði
á unnizt í Túnis. Hjer hefir það á gerzt, að landið er nær
því eins á þeirra valdi og Alzír, en jarlinn eða „beyinn“ hefir
að eins tign að nafni til, en yfirboð Tyrkjasoldáns ónýtt með
öllu. Frakkar stýra öllum fjárhagsmálum landsins, hafa tekið
að sjer ríkisskuldirnar (80 millíónir franka), en hluta jarlinum
700,000 franka til lífeyris eða árslauna, og ættingjum hans
eða venzlamönnum 1,300,000 franka. Enn fremur er franskur
dómur settur fyrir allt landið, og skuiu öll mál dæmd eptir
frakkneskum lögum. Öll þessi umskipti hafa fram farið sam-
kvæmt þeim sáttmála sem komst á í sumar — í kyrþey —
með stjórn Frakka, eða hennar erindreka (Roustan) og jarl-
inum (Mahommed-Es-Sadok). Hann dó í haust eð var, en
bróðir hans Sidy-Alí, erfði tignina. Að þeim tiltektum Frakka
hafa engir talið, en þó hefir mátt skilja á blöðum Englend-
inga, að stjórn drottningarinnar hefði verið heimilt að hlutast
til málanna, ef hún hefði viljað, enda ætti það þá á móti að
koma, að Frakkar væru ekki of vandlátir í sinum kvöðum á
Egiptalandi. Ef svo fer, sem sagt er, að samningarnir verði
aptur upp teknir með þeim um egipzka málið (fjártilsjónina),
þá eru mestar líkur til, að Frakkar fari ofan af kröfum sinum
á Egiptalandi að mestu eða öllu leyti, en Englendingar heiti
að vera þeim innanhandar á öðrum stöðum í Afríku. þess er
getið i hinum síðustu árgöngum rits vors, að Frakkar hafa
hjer mikið fyrir stafni, en það hefir bæzt á undanfarið ár, að
þeir hafa helgað sjer mikil lönd við fljótið Kongó á vestan-
verðri Afríku, Maður heitir Savorgnan de Brazza, italskur að
kyni, sem hefir verið foringi í sjóliði Frakka, og siðar öðlazt
þegnrjettindi á Frakklandi. það verður honum að þakka, ef
Frakkar eignast þau lönd við Kongó, sem að ummáli nema
þriðjungi Frakklands, og eru hin blómlegustu og auðmestu
lönd í suðurálfunni. Hjeðan fást dýrustu viðir, allskonar