Skírnir - 01.01.1883, Page 64
66
FRAKKLAND.
heldur rýr, og hann ætti við mestu erfiðleika og tálmanir
að stríða, svo fámennur sem hann var, þá tókst honum með
stillingu og þrautgæði að koma ferð sinni fram, og hafði
kannað 1880 allt Kongó (landið) endimerkja á milli, ár þess,
landsgæði og varningstegundir. Hann samdi og leitaði vin-
áttusambands við konunga óg höfðingja villiþjóðanna, og vik-
ust flestir vel við, þó þeim væri í minni heimsókn Stanleys,
og sumir tækju sárlega til orða um aðferð hans. Á einni
stefnu, sem de Brazza átti við nokkra höfðingja Ubandji-þjóð-
anna, sem búa við Kongófljótið og ráða þar ferjum og flutn-
ingum um langar leiðir, sagði einn þeirra um leið og hann
benti út til eyjar i fljótinu: „líttu út á eyna þá arna, það er
sem hún sje sett þarna oss til viðvörunar að trúa loforðum
enna hvítu manna, því þar rann banablóð bræðra vorra í við-
ureign við hinn fyrsta hvíta mann (þ. e. Stanley) sem vjer
höfum sjeð“. Fundinum lauk svo, að þeir hjetu honum trausti
og vináttu. I júlí 1880 keypti hann af einum þeirra þorp eitt
við fljótið með miklum plöntunarökrum, og kallaði það France-
ville. f>að var fyrsta nýlendustöð, sem hann helgaði Frakk-
landi á þeim slóðum Afríku. I september s. á. hafði hann
eignazt, eða rjettara sagt eignað Frakklandi tvær aðrar stöðvar,
aðra við Stanleypool, lónið sem fyr er nefnt í enum efri parti
fljótsins, en hina við skipgenga á, sem Passa heitir, og rennur
í Ogove (eða Ogohue). í þeim mánuði kom hann til voldug-
asta konungsins í þeim parti Afríku. Hann heitir Makokó,
langfeðganafni, og ræður yfir miklum löndum við Kongó, og
er margra höfðingja yfirkonungur í Vesturafríku. Hann tók
vel á móti de Brazza, og hjá honum dvaldi hann næstum í
mánuð. Konungur tók kveðjum hans liggjandi á ljónshúð, og
hafði blótprest sinn við hlið sjer, en í kringum þá sátu konur
hans og börn. Konungur svaraði svo kveðju hans: „Makokó
þykir það bera til auðnu, er hann á að taka á móti syni ens
mikla höfðingja vestursins *), sem fer svo viturlega að öllum
*) Má vera, að hann eigi við það, sem hann mun hafavitað, að Frakkar
áttu nýlendur á vesturströndum Afríku (?).