Skírnir - 01.01.1883, Síða 67
FRAKKLAND.
69
bólfestu, og sumstaðar var unnið á þeim til bana. Um þetta
komu kvein og kærur til Frakklands, og bauð stjórnin þegar
flotaforingja sínum að sækja þær strandaborgir með vopnum,
sem „Hóvar“ eða drottningarliðið hafði sezt í. Oss er ekki
kunnungt, hvað Frakkar hafa unnið í þeim atförum, en i
haust sendi drottningin sendiboða til Parísar að leita um sættir,
en þeim var tekið heldur fálega, eða jafnvel svo, að þeim
þótti sjer boðin óvirðing. þeir fóru þá til Lundúna, og Gran-
ville tók þeim kurteislegara enn Duclerc hafði gert, en færðist
undan að hlutast til málanna, en aðrir málsmetandi menn (t. d.
Forster) og blöðin tóku ýmist á þeim misklíðum. Sumir kváðu
hætt við, að Frakkar mundu leyfa eða þola mansal, ef eyjan
kæmist á þeirra vald, en aðrir litu mest á verzlunarhagnaðinn,
og sögðu að Englendingar ættu þar til mikils að gæta, þar
sem ein borg þeirra (Manchester) flytti þangað árlega báðm-
ullarvarning fyrir 1,080,000 króna. A hinn bóginn rjeðu sum
blaðanna til að fara sem hóglegast í þetta mál, og bægjast
sem minnst við Frakka á Madagaskar, og auka engu á þá
gremju, sem þeim væri niðri fyrir út af egipzka málinu. Hver
veit nema Bretar finni hjer eitthvað til þágu. Að síðustu
getum vjer leiðangurs, sem Frakkar hafa gert út til Indlands
hins eystra, eða til' Anams (sbr. „Skírni11 1881, 48—44. bls.).
þeir hafa lagt hjer lönd undir sig og ymsar borgir á ströndum,
og farið heldur enn ekki víkingalega að Anamskeisara; en í
sumar bárust Sínverjar það fyrir, að senda her suður yfir ianda-
mærin; en að nafninu til er Anam þeirra lýðskylduland. Er-
indið var það, að þeir vildu leggja undir sig til fulls norður-
hluta ríkisins, sem Tonking heitir, en fóru þó hrakför fyrir
fjallaþjóðum, sem búa við landamærin. Frakkar höfðu síðan
mikið ónæði af sínverskum og anamiskum ræningjasveitum, en
komust að því, að Sínverjar fóru förina með vitorði og leyfi
Anamskeisara (Tu Duks), en hann vildi láta þá fá Tonking, að
þeir svo ábyrgðust honum allan hinn hluta rikisins (þ. e. kæmu
Frökkum á burt). Frakkar munu nú ætla að verða það fyrri
að bragði, að Sínverjar siti heima upp frá þessu, leggja fyrst