Skírnir - 01.01.1883, Qupperneq 68
70
FRAKKLAND.
undir sig Tonking, og gera síðan Anamskeisara alháðan; en
reka hann ella frá riki.
í Alzír hefir allt gengið slysalaust árið sem leið. Við
landamærin vestri eða við Marokkó rjeðu i vor var 6—7 þús-
und Arabar á fáliðaða sveit (300 manns), eða lestasveit af liði
Frakka. Eptir mannskæðan bardaga lögðu Arabar á flótta,
en þeim tókst þó að ná með sjer nokkru af vistum og öðru
sem Frakkar höfðu til flutnings. Af landsbúum Alzírs eru
Arabar F rökkum ávallt hinir verstu og óþjálustu þegnar. þeir
erú hirðingjar og á reiki, leggja enga stund á landyrkju, og vilja
ekki þýðast lög Frakka. þeir eru að tölu hjerumbil 500,000,
en Kabýlar — af enu gamla Númída-kyni — 2,400,000. Ka-
býlar eru langtum betur fallnir til þjúðmenningar, og hafa bæði
samið sig við lög og hætti Frakka, og njóta á flestum stöðum
fullra þegnrjettinda, taka þátt í sveita og bæjastjórn, neyta
kosningarrjettar, og svo frv. 1881 var fólkstalan 3,310,000, af
þeim 420,000 Evrópumanna. Siðan Frakkar lögðu Alzir undir
sig, hefir Kabýlum íjölgað miklu meira enn hinum (Aröbum)
að tiltölu. Frakkar gera ráð fyrir, að tala landsbúa verði
9—10 millíónir að 50 árum liðnum. — Vjer gátum i fyrra
um, hver mannvirki Frakkar höfðu i hyggju i Norðurafríku r
skurðargerð suður til Sahara og „Söltu vatnanna“ fyrir sunnan
Alzír, en gera dældarpart eyðimarkarinnar að hafi. þetta ráð
kom frá herforingja, Roudaire að nafni, en nefndin sem sett
var til að rannsaka fyrirhugun hans og alla áætlun, komst að
þeirri niðurstöðu, að fyrirtækið mundi aldri svara kostnaði —
1300 millíónir franka, þegar allt væri komið i kring, en fylling
hafsins úr Miðjarðarhafinu mundi eigi taka minna enn 29 ár (!).
Roudaire og fleiri munu hafa ætlað málið eyðt og ónýtt, en
nú hefir sá maður tekið málið til álita og ráðizt honum til
fulltingis, sem slíka hluti kann flestum betur að meta. Eptir
það að nefndin hafði birt álit sín, sneri hann sjer að Lesseps,
hugvitsmeistaranum mikla og höfundi leiðarsundsins um Suez-
eiðið (og hins fyrirhugaða um Panama). Lesseps gaf honum
þegar 2000,00 franka, og fjekk honum nokkra hina beztu menn
til fylgdar af hugvits liði sínu til nýrra rannsókna í Afriku.