Skírnir - 01.01.1883, Page 69
FRAKKLAND.
71
f>eir hafa sent Lesseps góðar skýrslur og láta sem bezt yfir
uppgötvunum sinum, enda var hann farinn sjálfur af stað til
Tunis, þegar seinast frjettist, og vildi sjá sjálfur, hvernig um-
horfs væri á ymsum stöðum. — í enum síðustu árgöngum rits
vors er minnzt á, hve illa Itölum varð við atfarir Frakka í
Túnis, en nú er þeim kryt lokið, og með hvorumtveggju er
jafngóð vinátta og fyr var, en grunur leikur á, að Frakkar
hafi lofað að vera ítölum innan handar, ef þeir ráðast i að
slá eign sinni á Tripólis.
Dagana 18. og 14. júli var mikið um hátiðarhöld París-
arbúa. Fyrra daginn var hið nýja eða endurreista ráðhús
(Hdtel de Ville) vígt með miklu veizluhaldi *). þar var Grévy
(rikisforsetinn) viðstaddur og mart annað stórmenni, sendiboðar
útlendra rikja, og erindrekar í kurteisis skyni frá ymsum stór-
borgaráðum norðurálfunnar. Ráðhúsið er sönn borgarprýði, og
til þess svo miklu varið, sem sæmir auði hinnar miklu borgar
og listasnilld Frakka. Grévy mælti fyrir tveim minnum i senn,
hallarinnar nýju, sem hefði verið vaxtarreitur borgaforræðis-
ins, og Parísar, sem væri svo auðug af „frama og fegurð,
uppfræðingu og andagipt“. Daginn á eptir .stóð þjóðhátiðin
nýja með sömu viðhöfn, lýðfögnuði og dýrðarskrauti borgar-
innar, sem af hefir verið sagt í siðustu árgöngum rits vors.
A þjóðhátíðinni komu einvaldssinnar hvergi neinu nærri,
en lögerfðamenn hafa sína tyllidaga, „nafndag“ konungsins
(greifans af Chambord; (sbr. „Skirni“ í fyrra, 49. bls.) og af-
mælisdag hans 29. septembers. 1 þá afmælisminningu hjeldu
þeir mikla hátíðar- og gildisstefnu á eyjunni Camargue skammt
frá Arles 8. októbers, og höfðu þar mikil digurmæli, sem þeim
er títt, og sögðu nú að eins stund að þreyja, til þess er kon-
ungurinn. kæmi, og kæmi Frakklandi upp úr undirdjúpi glötun-
arinnar. Einn af þingmönnum þeirra, greifinn Albert de Mun, hjelt
höfuðræðuna, og ljet gestina vita, að þeir yrðu að vera við báráttu
búnir, að þjóðveldisskrímslinu yrði komið i hel, og bað þá
!) Óstjórnarlýðurinn brenndi það að köldum kolum um vorið 1871.