Skírnir - 01.01.1883, Side 71
FRAKKLAND.
73
Af þessu er hægt að skilja, að byltingamönnum þyki sjer skylt
að óhelga Iögin og rikisvaldið, og beita þá alla hverjum vopn-
um sem finnast, er í völdum og embættum sitja. Til frekari
glöggvunar hnýtum vjer hjer við einstöku dæmum um fundi
þeirra og tiltektir árið sem Ieið. 18. marzmánaðar halda þeir
helgan i minningu uppreisnarinnar í Paris 1871. Hátíðin fór
fram í Paris á 24 stöðum. Louise Michel (sjá „Skirni“ 1881,
47—48. bls.) fórust á einum stað (eða fleirum) svo orðin:
„Nú sjáum vjer sól nýrrar veraldar renna upp í austri. Fyrir
henni mun hverfa skuggamynd ens rotna þegnfjelags, sem
heldur oss í klóm sjer. þá brotna hlekkirnir, sem á feður
vora voru lagðir, og innan skamms eigum vjer frelsi að
fagna“..........„Dagur rjettlætisins og hefndanna fer i hönd, og
þá skal engum hlíft, og þá skulum vjer vera miskunarlarlausir.
þá skulu ekki grafir grafnar, heldur heilar gjár handa valnum.
Menn tala um steinolíubrennurnar, og gefa oss nafn eptir
þeim, en meira skal að slíku kveða framvegis. þeir skulu þá
kenna á, að vjer erum brennuvargar, og vjer hirðum þá elcki
um, þó heil borg eyðist í eldinum“. — I ágústmánuði tók að
brydda á samsærisráðum meðal námaverkmanna í bæ sem
Montceau-les-Mines heitir, og komu þau svo fram, að verk-
menn gengu í hávaðariðlum um nætur, og gerðu yms spell á
kirkjugörðum, lögðu sprengitundur undir eina kirkjuna, eða
brutu upp kirkjur, og gerðu ymsan óskunda. Fólkið varð mjög
skelkað bæði hjer og viðar, og sendi stjórnin þá liðsveitir ti]
bæjarins, og voru þá ymsir þeirra höndlaðir, er verið höfðu i
þeim óspektum, eða sannir þóttu að forgöngu. Lík tilbrigði
urðu á fleirum stöðum, t. d. i Lyon, MarseiIIe og París, og
loks varð uppvíst, að þetta var alit af völdum byltingarmanna
og þeirra leyndarfjelaga, og hitt um leið, að gjöreyðendur
frá Rússlandi og forustumenn ens alþjóðlega byltingafjelags
(,, Iniernationale “) höfðu hjer hönd í bagga. Höfuðstöð þeirra
hefir verið, og er enn, Genefa á Svisslandi. þeir höfðu því
rennt færum sínum á því miði sem fyr er nefnt, að þar og í
Creuzot, sem er annar námabær i grenndinni, eða umhverfis
þá bæi höfðu 100 þúsundir verkmanna atvinnu i námum eða