Skírnir - 01.01.1883, Qupperneq 73
FRAKKXAND.
75
Hjá sumum fundust brjef, sem voru frá byltfnganefndunum í
Lundúnum, Genefu og á fleirum stöðum erlendis, en sú veiðin
var ekki lökust, er Krapotkin, furstinn rússneski, sem getið er
um í fyrra (i „Skírni“, 63—69. bls.), var tekinn höndum og
settur i varðhald. Hann hafði sezt að í Thouon á Frakklandi
rjett við landamærin, en hafði síðan verið þar eigi sjaldan á
ferðum, sem óspektirnar hófust. Við útgöngu ársins var saka-
málunum ekki lokið, en Krapotkin var meðal þeirra, sem
harðast komu niður í dóminum (19. jan. þ. á.). Hann og þrir
aðrir voru dæmdir til 5 ára varðhalds, og 2000 fr. bótagjalds,
auk fl. Af 52 voru 5 dæmdir sýknir saka.
Um allt Frakkland eru komin upp fríhyggjandafjelög, en
mest ber á fundum þeirra og aðgjörðum í París, enda senda
fjelögin þangað erindreka sina til enna meiri ráðagerða. Að
því leyti eru þessi fjelög i bandalagi við byltingamenn, er
margir þeirra eru i fjelagatölunni, og margar kenningar þeirra
um siðferði og fjelagsskipun eru nálega með öllu samhljóða.
Vjer nefnum nokkur atriði: afnám allskonar guðsþjónustu, og í
stað allra helgihalda vilja þeir leiða hátíðahöld i venju, sem
líta til einhvers höfuðviðburðar í menningarsögu þjóðanna, eða
sögu ennar frönsku þjóðar. þeir vilja, í stuttu máli, að helgi-
höldin varði framvegis eingöngu framfarir skyns og þekkingar,
fagurlista og góðra siða. Af þvi sem þeir vilja leiða til gildis
í þegnlegu fjelagsfari skal þettanefna: afnám trúarbragðakennlsu
í skólunum og allra útgjalda úr rikissjóði til kirkna og klerka,
ráð rikisins á öllum eignum kirkju og klaustra, takmörkun
erfða, afnám dauðahegningar og fl. Einnig vilja þeir, að rikis-
stjórnin seti þau lög, sem taka svo ráðin af foreldrunum, að
þeir megi ekki upp ala börn sín eptir hugþótta sinum, og
ekki innræta þeim neinar þær trúarkenningar, sem eru vísinda-
legum fræðum gagnstæðar. Af þessu má skilja, hve mörg
vegamót geta verið með fríhyggjöndum og byltingamönnum.
Hvorumtveggju varð á málfundum sínum í sumar mjög tíðtalað
um þá kirkju sem reist var i París 1873, og heitir Eglise du
Sacré-Coeur (kirkja hins heilaga hjarta o: frelsarans). Hún
er nú næstum fullbúin, en var reist þar sem en verstu verk