Skírnir - 01.01.1883, Page 74
76
FRAKKLAND.
uppreisnarlýðsins voru framin 1871 (t. d. aftaka hershöfð-
ingjanna; (sjá „Skírni“ 1871, 126. bls.), og skyldi gerð til
friðþægingar fyrir allar þær óhæfur. En á þeim árum lögðu
klerkarnir mesta kapp á að prjedika apturhvarf af vegum spill-
ingarinnar og koma fjölda manna á þá trú, að ófarirnar fyrir
þjóðverjum væri bein hegning af himnum send fyrir vantrú
og guðleysi. Hvorutveggju, fríhyggjendur og byltingamenn,
vilja að kirkjan hverfi, og að á stöð hennar komi þarfara hús,
t. d. skóli, eða einhver minningarvarði byltingarinnar og hennar
skörunga, en munurinn er sá, að fríhyggjendur vilja, að stjórnin
láti rífa niður kirkjuna, en frekjumenn kjósa helzt, að sprengja
hana i lopt upp með tundurvjelum. — Fríhyggjöndum á Frakk-
landi verður það á, að hlaupa í sömu gönurnar og málsinnar
þeirra í öðrum löndum. jþeir þykjast Iangt um lengra komnir
enn þeir eru í raun og veru, þeir þykjast sumir hafa kannað
öll djúp tilverunnar, þegar þeim tekst að sýna, að sitthvað,
sem finnst í helgum fræðum, sje gagnstætt náttúrulögunum —
og náttúrulögin þykjast þeir kenna út í hörgul (!). Um þetta
og fleira stóð í vetur ritgjörð eptir ungan heimspelcing, Le
Bourget að nafni, í tímaritinu Nouvelle Revue. þar segir hann
á einum stað, að „öldin sje óróafull, og menn verði hálfringl-
aðir af öllum þeim hugsjónum og umhleypingum, sem rekast
á í heila þeirra.“ Og síðar þetta um trúna: „Spurningar trú-
arinnar verða alstaðar fyrir oss. Vjer erum nokkursháttar
bandingjar ens óendanlega, þó vjer ímyndum oss svo opt, að
vjer sjeum frjálsir og allsendis óháðir. Öldin nýja er það í
fremsta máta. Hvað stoðar það, að vísindin auka víðsæi vort
meir og meir, eða að vjer uppgötvufn nýjar álfur tilverunnar?
Vjer stöndum á eptir sem fyr andspænis ráðgátu eilífðarinnar
og hátign ens óendanlega. Vjer hverfum sjóninni frá því,
og viljum ekki stara því i gegn — en það stoðar ekki, hið
óendanlega blasir hvervetna við í sjóndeildarhringnum. það
er bágt að hugsa sjer það samband manna, sem vildi vísa enu
óendanlega frá sjer og ekkert við það eiga. Væri það mögu-
legt, að þrífa trúna úr allra manna hjörtum, mundu margir