Skírnir - 01.01.1883, Síða 75
FRAKKLAND.
77
kennasömu örvilnunar og Pascal*), þegar hann missti trúna. þetta
mundi og eflaust hafa i för með sjer einskonar ragnarökkur
þegnlegs sambands, og þá krossfaraöld gjöreyðanda, sem mann-
kynssagan á ekki dæmi til. Oskandi væri, að enir menntuðu
menn, rithöfundar og fl., kostuðu kapps um að hverfa hugum
manna frá þessari stefnu, og það því heldur, sem svo margir
þeirra manna, sem eiga að halda vörð á og vaka yfir heimiii
þegnlegs sambands, varpa sjálfir þeim neistum frá sjer, sem
geta læst sig í húsunum og hleypt þeim i bál.“
þegar „Skírnir“ hefir minnzt á fjárhag Frakka, hefir hann
ekki átt af öðru að segja enn því, hverju þeir gætu orkað
flestum þjóðum fremur i íjárframlögum, hve lánstraust þeirra
væri óbilugt, og hver stórvirki þeir hafa fyrir stafni (t. d.
kastalagerðir og fleira til landvarna), og að þeir sæust fátt
fyrir kostnaðarins vegna. En nú verður svo frá að bregða,
sem efni þykir til vera — eða þá heldur sem skynberandi
menn hafa að fundið. Léon Say, sem stóð fyrir fjármálum í
ráðaneyti Freycinets, hefir sýnt fram á í ritgjörð, hvernig fjár-
hag Frakklands hafi lakrað, og hvað til þess hafi borið. Hann
kennir ymsu um. Fjármissu landsins af vínbresti 1881 metur
hann til 500 millíóna franka, en þau fjárlát til millíarða, sem
hlutust af gróðaprettum peningakaupmannanna i janúar í fyrra,
eða því bankahruni, sem þá gerðist, og þegar mun nokkuð af
sagt. Mest telur hann að vanhyggju ríkisstjórnarinnar, er hún
hafi ráðizt i svo stórkostleg mannvirki, kostnaðarmiklar húsa-
gerðir og svo frv., að mönnum mætti virðast, sem auðsupp-
sprettur landsins væru ótæmandi. Einnig vítir hann stjórn
Frakklands fyrir járnbrautakaup og járnbrautalagningar, og
fleira, sem hafi bakað ríkinu fjármissu. Sjerílagi tekur hann
til ódugnað og ódyggðir margra embættismanna, og þá mest
tollheimtumanna. 1876 urðu ekki færri tollsvikasakir á Frakk-
landi, að því eingöngu snerti ölföng og vínföng, enn 46,842,
en þetta hefir svo síðan færzt til batnaðar, að þær voru ekki
*) Franskur vitringur og frægur rithöfundur á (miðri) 17. öld.