Skírnir - 01.01.1883, Side 76
78
FRAKKLAND.
fleiri 1881 enn 16,277. — Árið sem leið vantaði 144 millí-
ónir króna til að ríða baggamun með áætluðum tekjum og út-
gjöldum. Eptir áætluninni voru þau mannvirki reiknuð til
4—5 millíarða (sbr. „Skirni" 1879, 48. bls.), sem Frakkar
ætluðu að lúka við á 20 árum í þarfir ríkisns, en nú er svo
talið, að þau muni kosta 9 milliarða.
Einn af bönkunum i París heitir „Union Générale“, og
eru við hann riðnir margir aðrir bankar á Frakklandi, og
yms fyrirtæki og mannvirki i öðrum löndum, þau er fyrir
hlutbrjefakaup fá framgöngu, t. d. járnbrautir og fl. (í Vín,
Ungverjalandi, Serbíu og víðar). Forstjóri bankans var sá
maður, sem Bontoux heitir, en næst honum gekk annar maður,
Féder að nafni. þessir menn voru mjög inn undir hjá stór-
menni Frakka og yfirklerkum, og olli slíkt miklu trausti. Með
ýmissi bragðvísi tókst formönnum og vinum þeirra að hleypa
upp verði ýmissa hlutbrjefa, og til dæmis að taka, þá hlupu
Suezskurðarhlutbrjefin upp úr 900 franka til 3500 fr. á rúmu
ári. Að sama hófi hækkuðu hlutbrjef bankans sjálfs, og 1879
var innstæðan aukin um helming (frá 25 millíónum franka til
50 millíóna). Menn ljetu mjög ginnast til hlutbrjefakaupanna,
en formennirnir gerðu þó miklu meira úr þeim kaupum, og
lugu svo til, að 2653 hlutbrjef, sem enginn keypti, komu í
bankabókunum í tölu hinna seldu. Eins fóru þeir að 1881,
og þá varð talan ekki minni enn 20,929. En af þeim reikn-
uðu þeir sjer sjálfum leigurnar eða vinum sinum og góðkunn-
ingjum, sem ljeðu nöfn sín til falskaupanna. I bankabókunum
stóð líka, að Bontoux hefði fengið i sinn gróðahlut hátt á
aðra millíón franka, en Féder næstum þrjár millíónir. Við
rannsóknirnar komst það einnig upp, að þeir hefðu einu sinni
logið þar til gróða (einnar milliónar eða meira), sem bankinn
hafði beðið peningamissu. Peningum bankans eyddu þeir
sjálfir á ymsan hátt, en mestmegnis í ábatatafli og áhættukaupum
í kaupmannasamkundunni í París. Hrunið byrjaði í janúar-
mánuði með þeim hætti, að stórríkur maður, Lebaudy að nafni
(sikurgerðarmaður), sem hafði haft mest fyrir að koma Suez-
brjefunum upp úr öllu veldi, og hafði þau undir höndum, (að