Skírnir - 01.01.1883, Side 77
FRAKKLAND.
79
veði eða með öðru móti), „þeytti“ á einum degi 60,000 hlut-
brjefa „út á markaðinn“, sem að orði er komizt i kaupamál-
inu. Við þetta lækkuðu hlutbrjefin í verði til mikilla muna, og
svo dróst fleira og fleira með i hrapinu. Undir því hlaupi varð
öll eða mestöll fjáreign margra manna, sem voru komnir í álnir
með miklum sparnaði eða erfiðismunum — og vjer höfum
sjeð getið á 10—15 þúsundir heimila, sem í þá ógæfu hafi
ratað. Missir bankans er reiknaður á 400 millíónir franka.
þeir Bontoux voru báðir dæmdir til 2 ára varðhaldsvinnu og
3000 franka bótagjalds.
í desember 1881 höfðu Frakkar manntal. Fóikstalan var
þá 37,672,000. Ibúatala Parísar var 2,269,000. I Lyon búa
367,000, Marseille 360,000, Lille 178,000 ogToulouse 140,000
manna.
Mannalát. Vjer getum í þetta skipti að eins fjögra
manna, og í rauninni gæti „Skirnir11 látið sjer nægja, að minn-
ast tveggja enna síðustu. 15. júni dó hershöfðinginn Cissey
(f. í París 1810), frægur af forustu i herförum Frakka í Afríku,
á Krimey, og síðast í vörninni móti her þjóðverja. Hann var
hermálaráðherra 1871—1875, og hefir kappsamlega unnið að
því, að koma nýrri og betri skipun á her Frakka. — 7. októ-
bers dó sjóliðsforinginn Pothuan (f. á Martinique 1815).
1870 tók hann þátt í vörn borgarinnar, og var fyrir sjóliðs-
deild varnarhersins. Hann stýrði flotamálum 1871—73, og
var sendiboði Frakka í Lundúnum 1879—80. — 6. desembers
dó Louis Blanc (f, 29. okt. 1811). Hann er allfrægur sagna-
ritari, og hefir ritað sögu byltingarinnar miklu á Frakklandi
(1789) og byltingarinnar 1848 (liévélations historiques). 1840—
1844 kom það rit hans á prent, sem hann kallaði ,,Histoire
des dix ans“ (Tíu ára saga o: 1830—1840), þar sem hann
lýsti stjórnaratferli Loðvíks Filippusar, og tók heldur enn ekki
napurlega á sumum brögðum og undirhyggju lconungs og vina
hans. f>að er sagt, að þetta rit hafi flýtt ;mjög fyrir falli „júlí-
stjórnarinnar“. Louis Blanc dróst snemma í flokk jafnaðar-
fræðinganna, og eitt af höfuðritum hans er „Organisation du
travail“ (Skipulag vinnu og verknaðar), pr. 1840. Hann færði