Skírnir - 01.01.1883, Qupperneq 78
80
FRAKKLAND.
sönnur fyrir, að hver maður ætti rjett á að fá þá vinnu, sem
væri við hans hæfi, og vinnulaunin ættu að fara eptir þörfum
hans. Ríkið ætti að taka allan iðnað undir sína forsjá og for-
stöðu, og með þvi móti yrði því sjálfrátt að afstýra neyð
verknaðarfólksins — en hún risi af auðkeppninni (la concur-
rencé), „baráttu allra gegn öllum.“ Hann rjezt síðan til forustu
fyrir sósíalistum á Frakklandi, og var lengi mesta átrúnaðargoð
verknaðarlýðsins. 1848 fjekk hann sæti í „bráðabirgðastjórn
Frakklands“, en þegar verknaðarlýðurinn vildi gera hann að
alræðismanni, báðu sessunautar hans hann að vikja úr sæti.
Eptir uppreisnina í júni flúði hann úr landi, því honum var
kennt um æsingar við borgarlýðinn. Hann Ijet síðan fyrir
berast á Englandi, til þess er keisararíkið var undir lok liðið_
Á þinginu var hann ávallt utarlega í vinstri arm þingheimsins. —
J>á lifðu fimm mínútur ársins, er Léon Michel Gambetta
var i látinna manna tölu, og fór sú sorgarfregn eldingarhraða
um höfuðborgina og allt landið — já alla Evrópu og til ann-
ara heimsálfna. f>etta rit hefir í árgöngunum á undan (síðan
1870) átt svo margt að segja af skörungskap þessa manns, af
vinsæld hans og þvi trausti, sem þjóðin bar til hans öllum
öðrum fremur, að lesendum þess verður auðsldlið, hvert harma-
ský dró fyrir morgunroða hins nýja árs, hve þungt mörgum
sagði hugur, þeim sem unna þjóðveldinu — bæði á Frakklandi
og i öðrum löndum —, er þess traustasta stoð var fallin, eða
hve sárt þessi atburður laust hjörtu allra þjóðrækinna manna,
er þeir sáu ástmög Frakklands þá í burt hrifinn, er því ein-
mitt reið sem mest á liði hans og leiðsögu. — Gambetta er
fæddur i Cohors á Suðurfrakklandi 2. apríl 1838, en föður-
ætt hans var frá Italíu (Genúu). Faðir hans var kaupmaður.
Að afloknu skólar.ámi fór hann til Parísar og stundaði lög-
fræði. 1859 var hann kominn í tölu málafærzlumanna,.
og varð bráðum nafntogaður fyrir frábæra málsnilld og
eldheita andagipt, en þá mest þegar hann tók að tala máli
frelsisins í gegn keisarastjórninni og verja þá menn, sem fyrir
sökum og ofsóknum urðu af hennar hálfu. Við þau tækifæri
snerist hann hart og einbeittlega móti keisaradæminu og