Skírnir - 01.01.1883, Qupperneq 81
FRAKKLAND.
83
haldið þá uppi heiðri Frakklands, þegar flestir örvæntu, og
kalla mætti, að hann hefði verið sá eini, sem ekki ljet hug-
fallast, þegar allir stóðu ráðalausir eða örvilnaðir. Um frammi-
stöðu Gambettu á þinginu, afskipti hans af öllum meginmálum
Frakklands, vaxandi traust og vinsæld hjá þjóðinni, mun flest-
um lesendum þessa rits svo mikið kunnugt — með fram af
þess undanfarandi árgöngum —, að vjer þykjumst ekki þurfa
hjer neitt að endurtalca. , Hann hefir átt svo mikinn þátt í
stofnfestu þjóðveldisins, að hann verður ávallt í þeirra manna
tölu, sem það á mest að þakka, og um hitt efaðist enginn,
að honum hefði verið seld forstaða þess aptur í hendur, ef
hann hefði átt til þess tíma aldur að bíða, ,,þess vegna“, segir
í blaðinu Times, „var hann fremstur allra stjórnmálaskörunga
norðurálfunnar, að hann einn átti sjer vísan sigur í vændum,
og þó honum hlekktist á árið sem leið, þá vissi franska þjóðin
vel, að það þjóðveldi bjó í honum sjálfum, sem hann hafði
skapað og frelsað.11 — 26. nóvember henti Gambettu það
slys, að skot hljóp úr pistólu, sem hann fór með, ígegnum
lrægri höndina á honum. Hann varð að leggjast rúmfastur,
og þjáðist mjög af sárinu, en með fram sótti hann svefnleysi,
og er sagt, að hann hafi neytt deyfandi og svæfandi lyíja
meir enn góðu gegndi. Læknarnir ætla, að þetta hafi valdið
þeim sjúkdómi, sem dró hann til bana, það var harðlífisstifla
og þar af leiðandi lifhimnubólga, einkum í botnlanganum
(jperityphlitis). Rjett í því bili, er mönnum virtist sem bati
færi í hönd, elnaði Gambettu sóttin svo snögglega, að öllurn
vonum var lokið. Orð var haft á, hve þolinmóðlega og lcarl-
mannlega hann bar þjáningarnar, og skömmu fyrir andlátið,
þakkaði hann þeim, sem við voru staddir, alla fyrirhöfn og
góðvild. þeir voru sumir af vildarvinum hans, sem sjaldan
viku frá honum síðustu dagana — meðal þeirra Paul Bert,
ágætur náttúrufræðingur og rithöfundur*), sem stóð fyrir kennslu-
málurn í ráðaneyti Gambettu. Gambetta bjó á landsbygðargarði
* Hans er getið í *Skírni> 1880, 37. bls.
6*