Skírnir - 01.01.1883, Síða 82
84
FRAKKLAND.
er hann átti utanborgar, þar sem Ville d’Avray heitir, og lá
þar banaleguna. Hjer var búið um lík hans til útfarar og lá
þar smurt ilmsmyrslum nokkra stund, en tvær eða þrjár
þúsundir manna streymdu þangað að sjá andlit þjóðhetjunnar
i hinnsta sinn. þar komu allir fyrirtaksmenn þingdeildanna
og stjórnarinnar, og var um marga sagt, að þeir hefðu ekki
getað ráðið við harm sinn. Síðan var likið flutt til þinghall-
arinnar, Palais Bourbon, og sett þar á likpall í einum stór-
salnum. Hingað rann borgarlýðurinn þúsundum saman með
blómsveiga, og með það skrúð komu sendimenn frá öllum
borgum og hjeruðum á Frakldandi, og frá helztu bæjum í
Elsas-Lothringen. Útförin var hin veglegasta og viðhafnar-
mesta, og var gerð á rikisins kostnað (6. jan.). I likfylgdinni
voru: Grévy, ríkisforsetinn, þingmenn beggja deilda, ráðherr-
arnir, erindrekar útlendra ríkja, sendinefndir frá ótal borgum,
og fjölmikið stórmenni höfuðborgarinnar, auk herdeilda og
borgarlýðsins þúsundum saman. Fylgdin fór út á kirkjugarð-
inn Pére Lachaise, en að beiðni 'föður Gambettu var likið
flutt seinna til legstaðar — ættargrafreits — í Nizzu, og fylgdu
þvi þangað allir ástvinir hins framliðna, og margir merkismenn.
í t a I í a„
Efniságrip: Varúð stjórnarinnar; alsætti við Frakka. — Af þingmálum.
— Framlög til víggyrðinga umhverfis Rómaborg. — Stigamaður handtekinu
á Sikiley. — Hátíð í minningu «Sikileyjarkvelds”. — Af páfa. — Fóllts-
fjöldi; íbúatala Rómaborgar. — Mannalát. _
I síðustu árgöngum þessa rits hefir við það verið ltomið,
að Italir þóttu gerast íjölþreifnari utanríkis, Qnn sumum líkaði,
t. d. Frökkum og (að nokkru leyti) Austurrikismönnum. Arið
sem leið hafa þeir varazt sem mest öll víti, þar sem máli
skipti um afskipti utanrikis, og tekið í allt með varúð og
setningi. í Miklagarði gætti sendiboði þeirra þess sem vand-