Skírnir - 01.01.1883, Side 87
ÍTALÍA.
89
það ómögulegt! —, en hið sama má konungur með sanni
segja, þvi engum dylst, að hann ætti allt á hættu, ef hann
breytti svo ráði sínu. Vinsæld hans væri öll í veði, ef þeim
lyktum yrði aptur brjálað, sem komust á baráttu þjóðarinnar,
og því mun vart fara fjarri, sem franskur rithöfundur sagði í
fyrra: „A sömu stundu, sem konungurinn ekur út úr Róma-
borg, heldur byltingin innreið sína um annað hlið.“ — I
októbermánuði komu 700 franskra pílagrima frá Jórsölum, og
sóttu á fund Leós páfa. þeir færðu honum fagurbúinn kross
af olíuviði (frá Olíufjallinu). Hann kvað þeim hafa vel farið,
að koma á fund sinn, og tjáði þá í löngu erindi harmatölur
sinar um ástand kirlcjunnar í ymsum löndum, einkum á Frakk-
landi, og um neyðarkjör síns sjálfs. Hann endurtók orð Krists,
er hann minntist á Frakkland: „Grátið ekki yfir mjer, en
yfir yður sjálfum og börnum yðar!“. þjáningum páfans á
þessum timum likti hann við písl frelsarans, og páfamítrinu
við hans þyrnikórónu — já, hann kvazt verða dagsdaglega að
ganga til Golgatha. Hins þarf ekki að geta, að páfinn og
klerkar hans ætla samt sem áður, að hjer býsni til batnaðar,
og að uppreistardaga kirkjunnar muni skemmra að biða, enn
fjandmenn hennar halda.
31. desember 1881 var fólkstalan á Italiu 28,952,572, eða
rúmlega 2 millíónum meiri enn fyrir 10 árum. íbúatala Róma-
borgar var hjerumbil 300,000.
Mannalát. 9. marzmánaðar dóu tveir af þeim merkis-
mönnum, sem hafa átt mikinn þátt i endurreisn og einingar-
lögum Ítalíu. Annar þeirra var hershöfðinginn Medici (f. 1819),
sem fylgdi Garibaldi i Rómaborg 1849 i hinni frægilegu vörn
hans móti Frökkum og fleirum. 1859 var hann fyrir „Alpa-
skytjum11 i her Sardiniukonungs móti Austurrikismönnum, og
árið á eptir fór hann með Garibaldi til Sikileyjar, vann Messínu
og fjekk mesta orð á sig fyrir hreysti og herkænsku. — Hinn
maðurinn var Giovannj Lanza, greifi (f. 1815), samvinnandi
Cavours, sem lengi stóð fyrir fjármálum í ráðaneyti konungs,
eða innanrikismálum, og þótti ávallt bezti skörungur. — þá
er á þann mann að minnast, sem ítalska þjóðin tregar mest