Skírnir - 01.01.1883, Qupperneq 88
90
ÍTAI.ÍA.
og mun trega, hetjuna hennar frægu, Giuseppe Garibaldi.
Hann er fæddur í Nizzu 4. júli 1807, en andaðist í sumar
2. júní. A svo löngum lífsferli varð hann líka hinn víðförlasti,
oss liggur við að segja: nýr Friðþjófur, „sveimandi víða eins
og veiðifálki“. Hann komst snemma í foringjatölu í sjóliði
Sardiníukonungs, en hjer beygðist krókurinn snemma til þess,
sem verða vildi. I brjósti hans brann jafnheitt ástin á frels-
inu og hatrið á kúgunarvaldinu, og á öllum harðstjóraíjöld-
anum, sem gætti hlekkjanna, er lágu á ættlandi hans. 1880
byrjuðu tilraunir Massiniliða að brjóta hleklcina og koma
einingarbandi á löndin, og 1834 vildi Garibaldi verða þeim
að liði, og koma þeirri freigátu þeim á vald, sem hann var á
meðal fyrirliða. J>að tókst ekki, en fyrir það bragð var hann
dæmdur til lífláts. Hann komst undan á flótta, og fór til
Massilíu á Frakklandi. Kólera geysaði þá i þeim bæ, og gerð-
ist Geribaldi þegar til að þjóna og hjúkra sjúkum mönnum á
spítölum. Eptir það fór hann til Túnis og var nokkra stund
i jarlsins þjónustu. 1836 rjezt hann til Suðurameriku. en þar
var þá styrjöld mikil með ymsum ríkjum, sem svo opt siðan,
og til vorra tíma. Hann gekk til forustu í her Uruguaymanna,
barðist bæði á sjó og landi, og fjekk alstaðar mesta orðstýr
fyrir hugrekki, snarræði og herkænsku. Hann var hjer í 12
ár, og hjer kvæntist hann. Kona hans hjet Aníta, sem fylgdi
honum síðan eins og valkyrja i mörgum orrustum*). Við henni
átti hann þá Menotti og Riciotti og dótturina Theresitu, sem
giptist ítölskum foringja, Canzío að nafni. f>egar hann heyrði
frjettirnar frá Italiu 1848, hyarf hann á heimleið með flokk
ítalskra manna, og bauð Albert konungi sína þjónustu. Kon-
ungur tók því heldur dræmt, og skundaði Garibaldi þá til
Milanó, og fjekk þar leyfi til af bráðabirgðastjórninni að safna
*) Garibaldi fjekk benni jafnan forustu fyrir einni liðsdeild sinni, og
gafst hún ávallt vel í mestu mannraunum. Hún hafði deildarforustu
í bardögunum 1849 við Frakka hjá Rómaborg, Napólímenn og lið
Austurríkiskeisara. En með því að hún var þá óljett, urðu þær
þrautir henni að banameini.