Skírnir - 01.01.1883, Síða 89
ÍTALÍA.
91
sjálfboðaliðí og gerast foringi þess. Hann háði marga bar-
daga við hersveitir Austurrikiskeisara í Týról og á norðurjaðri
Langbarðalands, og varð þeim jafnan afar skæður. Eptir
ósigur Sardiníukonungs og þau málalok sem urðu, varð
hann að hætta við hervinnuna í það skipti, en tók til hennar
aptur árið á eptir. þá var páfinn rekinn frá Rómaborg, og
þar þjóðvaldsstjórn sett. þangað skundaði hann með lið sitt,
og varði svo borgina fyrir Frökkum og fleirum, að frægt mun
þykja, þó hann yrði loks að víkja fyrir ofureflinu. En það
þótti ekki heldur minna vert, er hann kom liði sínu út um
umsáturshring Fraklca, og siðan til strandar undan eptirsókn
þeirra og Austurríkismanna. þar lcom hann mönnum sínum á
skip, og hjelt til Genúu. Italia hafði nú látið leikinn að sinni,
og Garibaldi hjelt þá til bandaríkjanna i Norðurameríku, hafð-
ist þar við um stund i siglingum til ymsra landa (Perú, Sín-
lands og fl.). Eptir það leitaði hann aptur til ættlands síns,
en þá var ekki lausnardagsins langt að bíða, eða tiðindanna
1859. Garibaldi var enn foringi fyrir sjálfboðaliði Itala, og
sigraðist opt á Austurrikismönnum norðanvert á Langbarða-
landi. Um vorið 1860 bjó Garibaldi leiðangur sinn til Sikil-
eyjar, en þeir Cavour og konungur ljetust ekki eptir neinu
taka. Arangur ferðarinnar var sá, sem öllum er kunnugt, að
allt ríki Napólíkonungs komst undir Viktor Emanúel. En þá
var þó enn mikið óunnið; Feneyjaland og Feneyjar i höndum
Austurríkis, og Róm í vörzlum Napóleons þriðja, sem hjelt her
á verði um stól Rómabiskups. 1862 freistaði Garibaldi að
fara með lið upp frá Púli á hendur Frökkum í Rómaborg, en
beið þá ósigur við Aspromonte, og fjekk það sár á fótinn, sem
nær hafði orðið honum að bana, og hann bar menjar af ávallt
síðan. E.ptir það hjelt hann í fjögur ár kyrru fyrir á eyj-
unni Caprera, enda voru stöðugt gætur hafðar á honum, að
hann tæki ekki til nýrra ófriðarráða. það eina bar út af, að
hann ferðaðist til Englands 1864, en sú ferð var i raun rjettri
sigurhróssför, sem við honum var tekið í Lundúnum, og á
öðrum stöðum. 1866 tók hann enn forustu fyrir sjálfboða-
sveitum, og rjezt með þær upp í Týról, þó hann hefði þá