Skírnir - 01.01.1883, Qupperneq 93
95
B elgía.
Nýjar kosningar. — Eiðstafur í nýjum sakamálalögum Belga. —
Mannalát.
f>ann 13. júnímánaðar fóru fram nýjar þingkosningar að
tilteknum hluta ('Ií). Klerkasinnar sóttu fast sitt mál á kjör-
fundunum, og hjetu mönnum að fylgja svo nýmælum til um-
bóta á kosningarlögunum, að kosningarrjetturinn yrði því nær
ótakmarkaður. Allt fyrir það biðu þeir ósigur, og frelsismenn,
eða foringi þeirra, Frére Orban, stjórnarforsetinn, og hans
liðar fengu þinglið sitt enn aukið. þeir höfðu áður yfirburði
14 atkvæða í fulltrúadeildinni en íjögra í hinni. Nú varð
munurinn 18 og 7.
það ber eigi sjaldan við, að menn eiga úr vöndu að ráða
um eiða og eiðstaf, sem stundum hefir verið minnzt á i þessu
riti, t. d. um þingeið á Englandi og í Danmörku. I fyrra
komu ný sakmálalög fram á þingi Belga, ogvar þar (i 103.gr.)
vottum svo eiður stafaður: „Jeg sver það fyrir Guði og mönn-
um, að jeg skal tala án haturs og ótta, og að jeg skal segja
sannleikann, og ekkert annað enn sannleikann11. Nefndin bætti
því við greinina, að þeir menn, sem kynokuðu sjer við sam-
vizku sinnar vegna, að hafa þann eiðstaf, mættu leggja við
þegnskap sinn, að þeir skyldu satt eitt bera. Enn fremur skyldi
vottum leyft, að hnýta þeim ummælum við að niðurlagi, sem
tíðkuðust við særi hjá trúbræðrum þeirra.
Mannalát. 11. janúar dó einn hinn frægasti náttúru-
fræðingur eða líífærafræðingur þessarar aldar, Theodor
Schwann, prófessor við háskólann í Liitich. Hann var þýzkur
að ætterni (f. 1810) og stundaði vísindi við þýzka háskóla.
Hann var ekki meira enn 28 ára gamall, þegar hann var
kvaddur til kennslu í lílcskurðarfræði við háskólann í Löwen.
Tíu árum síðar varð hann prófessor í Luttich. Rit hans og
rannsóknir um gerð og rotnun, um meltingu magans, um gallið
og vöðvana, hefir allt orðið að leiðarvísi á nýjar brautir. En