Skírnir - 01.01.1883, Síða 94
96
HOLLAND.
uppgötvun hans á holkerfi lífi gæddra likama, og kenningum
sem þar að lúta (Celletheori) þykja þó mestu skipta.
Holland.
Stundarlos á ráðaneytinu. — Af tveimur vandamálum þings og stjórnar.
I júlimánuði komst los á ráðaneytið, er þingið rak aptur
þann verzlunarsamning, sem stjórnin vildi gera við Frakka.
þó fjármálaraðherrann sæti fyrir mestum ámælum, vildu allir
ráðherrarnir fara frá stjórninni, er hann sagði af sjer. Hægri
menn eða forustuskörungar þeirra hafa lengi leitað að komast
til valdanna, og konungur sneri sjer að ymsum, að skipa nýtt
ráðaneyti, en það tókst ekki, því allir vissu, að þingfylgið
mundi bregðast, sem nú stendur á um afla hvorra um sig,
framfaramanna og íhaldsmanna. Hjer lauk svo löngu stappi,
að ráðherrarnir gerðu að beiðni konungs og hjeldu sætum
sínum, nema fjármálaráðherrann, Golstein barón, og kom sá
maður í hans stað, sem heitir Debrauw.
Eitt af kappsmálum flokkanna hefir lengi verið, umbót á
kosningarlögunum (frá 1858) eða útfærzla kjörrjettar. þegar
þingið tók aptur til starfa (í september), lagði stjórnin þau ný-
mæli til umræðu, og var þar noldcuð rifkað um kosningar-
rjettinn, en eigi svo mikið sem þeir vilja, er fremstir standa
í framsóknarliði Hollendinga til frelsis í þvi efni og fleirum.
Annað mesta vandamál þingsins varðaði nýlendurnar á Sunda-
eyjum, eða fjárhag þeirra. þó komið sje á 13da árið, síðan
ófriðurinn byrjaði við Atsjinsbúa á Súmatra, hafa Hollendingar
ekki getað enn látið þar til skarar skríða, en kapp þeirra og
seigla býður að hætta ekki við svo búið, eða fyr enn þeir
hafa haft þau málalok, sem þeir kjósa. þó viðureignirnar sje
sjaldan stórbardagar, þá verða þær opt mannskæðar, en lopts-
iagið vinnur þó á fleirum enn vopn Atsjíninga. þeir beita
jafnan smáflokkum til áhlaupa og atreiða, þegar þeim þykir