Skírnir - 01.01.1883, Page 95
HOLLLAND.
97
svo gefa. I ágústmánuði rjeðu þeir á lestasveit Hollendinga
og drápu af henni tólf menn en særðu 34, á meðal þeirra
þrjá fyrirliða. Síðan, eða í nóvember, barst fregn af öðrum
bardaga, og hlýtur hann að hafa verið allharður, úr því Atsjin-
ingar áttu að hafa látið 150 fallinna manna. Um mannamissi
Hollendinga var ekki talað. Vjer látum þessa eigi því getið,
að oss þyki það neinir merkisviðburðir, en til þess að sýna,
hvernig að fer þar eystra, þar sem auðug og aflmikil þjóð á
til mikils að gæta, en leggur þó meira í sölurnar i sókninni á
Súmatra, enn mörgum þykir árangrinum sæta. það er ófriðurinn
við Atsjininga, sem veldur á hverju ári miklum áhalla með tekjum
og útgjöldum landeignanna á austurvegum. Ársútgjöldin hafa
á seinni árum verið að jafnaði 145—160 millíónir gyllina
(1 gyllini = 1,50), en umliðið ár var vant 40 millíóna, að til
hrylcki. Mörgum er tekið að leiðast baráttan á Súmatra, og
þykir óvænt að gagn hljótist af, og bæði í blöðum Hollend-
inga og á þinginu er stjórninni ráðið að bregða á betra ráð.
Hitt bætir ekki heldur málstað hennar, ef satt er, að hermenn-
irnir sje teknir að strjúka úr liði Hollendinga, af því að þeim
— sparnaðar vegna — sje elcki goldið meira í mála, enn
vant er að gjalda á friðartímum. Eitt höfuðblaðið á Java hefir
gengið í berhögg við stjórnina út af ófriðarþráinu. þar var
einusinni svo að orði kveðið: „Hollendingar! þjer látið hafa
yður fyrir ginningarfífi. Auði yðar og lífi er til ónýtis sóað í
Atsjin, synir yðar falla þar hrönnum saman, er þeir gegna
skyldu sinni, en blóð þeirra vökvar þar ófrjófan akur!“ Land-
stjórinn á Java bað blaðstjórann að kveða undir öðru lagi, og
hótaði hörðu ef eigi yrði hlýtt. það vildi ritstjórinn ekki, en
hefir kært mál sitt fyrir þinginu. En, sem fyr var á vikið, þá
þykja mönnum litlar likur til að stjórnin bregði af ráði sínu.
Skírnir 1883.