Skírnir - 01.01.1883, Qupperneq 96
98
Svissland.
Vígsluhátíð brautarinnar ígegnum St. Gotthardsfjallið. — Áminningar um
útlaga. — Mannalát.
Hjeðan er tíðindalaust að kalla. í lok maimánaðar voru
brautargöng um St. Gotthardsfjallið vígð með miklu hátiðar-
haldi. Aðalhátíðin fór fram í Mílanó. Borgarráðið lagði fje
til (45,000 franka) veizlunnar, en i henni voru 700 gesta. f>ar
var Amadeó bróðir Umbertós konungs, Bavier, rikisforseti
Svisslendinga, og Keudell sendiherra Vilhjálms keisara. f>eir
mæltu fyrir höfuðminnum. — Brautargöngin urðu 54 að tölu,
og lengd þeirra samanlögð hjerumbil 2 danskar milur, en sjálf
brautarlengdin hjerumbil 51?2 míla. Að öllu samtöldu hefir
þetta mikla mannvirki kostað 230 millíónir franka, og þau
framlög greidd af þeim þremur rikjum, sem af því njóta mestra
hagsmuna, þvzkalandi, Svisslandi og Italiu. Að því leyti má
kalla, að þeim Cavour og Bismarck sje hjer mest að þakka,
að þeir komu þjóðverjum og Itölum i það einingarsamband og
veittu þeim svo mikið bolmagn, að þeir gátu ekki aptrað fram-
kvæmdunum, sem vildu við þeim bægjast, þ. e. að skilja: Frakkar
(Napóleon þriðji) og Austurríkismenn.
Sem á er minnzt í Frakklandsþætti, þóttu sönnur fundnar
fyrir, að byltingamenn og útlagar annara rikja, sem hafa fengið
hælisvist á Svisslandi — einkum þeir sem búa í Genefu —
hafi seilzt þaðan til samtaka við byltingamenn á Frakklandi,
og orðið svo valdir að ymsu er þar gerðist. Frá Frökkum og
fleirum lcomu enn áskoranir til stjórnarinnar á Svisslandi og til
borgarráðs Genefu, að hafa glöggvari gætur á útlögum og
flóttamönnum, og var þvi að vísu vel svarað, og borgarráðið
hjet öllu fögru, en vildi alls ekki við kannast, að borgin væri
orðin að því byltingahreiðri, sem orð væri af gert í útlendum
blöðum.
Mannalát. Vjer getum hjer þess manns látins, sem að
visu er ekki barnfæddur á Svisslandi, en fjekk þar fæðingja-