Skírnir - 01.01.1883, Side 98
100
ÍÝZKALAND.
i þýzku við Westbourne College. 1866 var hann kvaddur til
háskólans í Zurich, og varð prófessor í fagurlistasögu. Af
skáldritum hans skal enn nefna: leikritið „Nimroð“ og skáld-
söguna „Der Grabschmied von Antwerpen“. Öllum ber saman
um, að Kinkel hafi verið einn af enum mætustu mönnum og
beztu drengjum, sem hart komu niður í viðburðunum á þýzka-
landi 1848.
Efniságrip: Bismarck í utanrikismálum. — Boðunarbrjef Vilhjálms
keisara. — Barátta Bismarcks við þingflokka og um yms löggjafarmál;
nýjar kosningar; fjárhagur. — Vistferlaferðir frá pýzkalandi; kostnaður til
hers og landvarna; yfirforingjar hans flestir eðalbornir. — Júðahatendur.
— Mannalát.
Vjer höfum getið þess að framan i kaflanum um tíðindin
á Egiptalandi og um tilhlutun stórveldanna til egipzka máls-
ins — eða ens síðasta nýgerfings „austræna málsins11, ef svo
mætti að orði kveða —, að Bismarck hafði sig hjer lítt frammi
og ljet, sem málin skiptu þýzkaland miður enn flest önnur ríki. En
vjer minntumst á um leið, að kansellerinn sat ekki með öllu að-
gjörðalaus, og að hann náði að taka hjer hlut á þurru landi,
sem honum þótti betur fenginn enn ófenginn, þ. e. aðskilnað
enna vestlægu stórvelda og einangurstöð Frakklands. Eptir á
hafa menn líka viðurkennt það með þökkum, að hann hafi
stuðlað til friðar með stórveldunum og firrt Evrópu miklum
vandræðum. Síðan þýzkaland náði því öndvegi, sem það
skipar nú meðal stórveldanna, hefir Bismarck ekki þótt því
annað betur sæma enn það, að vera vörður friðar og sam-
komulags eða ráða gerðum í stórmálum ríkjanna. Vjer minn-
um á samningana í Berlín á siðustu árum. Bandalag við
þýzkaland mundi hann því kalla samband við ríki friðarins.
Hann býður það ekki neinum, en lætur þess leitað, ef öðrum
þætti sjer á liggja, enda mundi hann slíkt af fáum þiggja.