Skírnir - 01.01.1883, Page 99
iÝZKALAND.
101
Að sinni lætur hann sjer nægja fóstbræðralagið við Austurríki
og að hafa Italiu sjer fylgisama. Honum þyk ir góð vinátta
með Englandi og þýzkalandi, og ann Englendingum sæmdar
og árangurs af málunum á Egiptalandi, en sambands við þá
mun hann vart þykjast þurfa, svo að sáttmálum sje bundið, en
hitt kallar hann þó hvorrumtveggja sjálfrátt, að hlynna svo
hvorir að annara málum, sem hagsmunir bjóða, og greiði til
góðs lítur. Hann man og eptir, hve mjög Gladstone fylgdi
máli slafnesku þjóðflokkanna á Balkansskaga á styrjaldarár-
unum, og var um ieið Rússum sinnandi á móti Tyrkjum, en
nú þótti honum eigi til ens verra skipt, er Rússum tók að
standa stuggur af tiltektum og djarfræði Gladstones á Egipta-
landi. Rússar mættu nú hugsa með sjer: „þarna er hann
kominn hann vinur okkar; þegar búið var að binda okkur,
eins og Loka forðum, sezt hann að enda trogsins og ætlar að
eta allt upp einn saman“. I stuttu máli: um atfylgi Russa og
Englendinga er ekki að tala. En þá Rússa og Frakka á móti
þýzkalandi? Á því hefir opt grunur leikið, en er nú ólíklegra
enn nokkurn tíma fyr. Auk þess, að hvorutveggja sjá sjer
friðinn hollastan, eiga hvorir um sig um sin sjerleg mál að
annast, og þá slík að þau renna hvergi saman. Rússar verða
að hafa vakandi auga á, að enir slafnesku þjóðflokkar láti
ekki laðast meir frá Rússlandi enn orðið er, og hafa gætur á
Austurriki, en Frakkar á hinu, að þeim verði ekki skákað frá
ráðum við Miðjarðarhaf, og verða þvi að hafa gætur á ítölum
og Englendingum. Niðurstaðan verður: að friðurinn er öllum
hallkvæmastur, og Bismarck af öllum góðs verður, er hann
stillir tii friðar, eða tekur í taumana, þegar ófriðlega er látið.
— Bismarck þykir ekki fyrir, þó alþýða manna á Rússlandi
og þýzkalandi hafi þá trú, að þessum rikjum hljóti að ljósta
saman, að Rússar og þjóðverjar verði að berjast til þrautar
um meginvöldin í Evrópu, þvi það heldur þjóðverjum eða
hermóði þeirra heitum og vakandi; en hann þolir hjer enga
framhleypni, og ætlar sjálfum sjer — eða eigi óhyggnari mönn-
um siðar — úrskurð á, hvort að slíku skuli koma, eða hvenær
þjóðverjum þurfi að hleypa fram til þeirra stórræða. f>ess