Skírnir - 01.01.1883, Síða 100
102
tTZKALAND.
heflr stundum verið getið í þessu riti, að blöðum Rússa og
þjóðverja lendir í harðar deilur, og hvorir gera öðrum gersakir
um fjandskaparráð, samandrátt hers við landamærin, stórkost-
legar kastalagerðir og fl. þessh. Bismarck hastar ekki á þýzku
blöðin, og ef að því er orðum vikið, verður honum fljótt til
svara, að á þýzkalandi sje prentfrelsi i lög leitt, og stjórnin
fari sinna ferða, hvað sem blaðamenn skjala eða sltruma, en
allt öðru skipti á Rússlandi, þar sem öll lof og leyfi sje í
höndum stjórnarinnar, og flestum verði þessvegna að koma í
hug, að það sje af hennar hug mælt, sem blöðin segja. þeim
blaðaskorpum lýkur jafnan svo, að vinsamlegar áminningar koma
frá Berlin til Pjetursborgar, en stjórn Rússakeisara býður þá
blaðamönnum að iægja seglin. Líku sætti í fyrra vetur, er
hershöfðinginn Skóbeleff — sigurvegarinn frægi frá Plevna og
Geok-Tepi (sjá ,.Skírni“ 1881, 110. bls.) — gerðist svo ber-
mæltur i París í ræðu sinni, sem hann hjelt til serbneskra
stúdenta, að hann kvað þjóðverja vera mestu meinvætti Rúss-
lands og höfuðfjendur ailra slafneskra þjóða. það gæti ekki
á löngu liðið, áður Slafar hlytu að taka til vopna sinna og
láta að sköpuðu skeika. Bardaginn mundi verða hinnharðasti
og ógurlegasti, en hjá honum yrði ekki komizt. Huggun sín
væri þó sú, að Slafar yrðu að bera sigur úr býtum, enda
mundu fleiri koma i leikinn, þar sem svo margir ættu þjóð-
verjanum grátt að gjalda- Enn gífurorðari var hann við suma
frjettaritara, er siðan skunduðu á fund hans, og í einu svari
sínu talaði hann um slafnesk „skattlönd Rússlands á Balkan-
skaga“, og taldi fulltingi Frakka öllu vísara i þeim ófriði.
Vjer vitum ekki hver slceyti hafa farið frá Berlin til Pjeturs-
borgar. en líklegt má þykja, að Alexander keisara hafi verið
gerð sú bending, að slík ummæli ljetu menn engum hlýða á
þýzkalandi, sem svo háleitri þjónustu ætti að gegna. Hitt er
víst, að Skóbeleff fjekk skjót boð að koma heim aptur, og þó
flestum á Rússlandi kunni að hafa þótt hershöfðingjanum mælast
vel og hreystilega — og sjálfum keisaranum hafi, ef til vill,
eigi þótt rjettu fjarri fara — þá varð ekki hjá komizt að veita
Skóbeleff átölur fyrir bermæli sín, og láta svo út berast. Eptir