Skírnir - 01.01.1883, Qupperneq 103
ÍÝZKALAND.
105
eklu annað en að villa sjónir fyrir fólkinu, draga hjúp eða
skygging á lögheimild konungsins, þegar menn kenndu, að
boðin og svo frv. kæmu frá ráðherrunum og eigi frá konung-
inum, og þeir ættu svo alla ábyrgðina. Kíkisskrá Prússaveldis
er sniðin eptir ríkisháttum eða ríkisvenjum, þjóð og konungur
standa í lifandi mynd gagnvart hvort öðru, hjer má ekki skjóta
ráðherrunum i stað konungs, því þá brjálast öll skipun ríkis-
ins. Keisarinn segir það sje vilji sinn, að menn hætti, bæði á
þingum i Prússaveldi og öðrum þingum, að gera lögheimild
hans og niðja hans á persónulegri forustu stjórnarinnar að
efunarmáli, og enginn megi gleyma þvi, að persónuhelgi kon-
ungsins er bæði viðurkennt frá alda öðli, og svo mæli fyrir i
45. grein rikislaganna, og hinu eigi heldur, að undirskriptir
ráðherranna geri boð og tilskipanir konungsins eigi að öðru
enn þær voru, þ. e. að skilja: konungsályktanir og konungs-
úrskurðir. það væri skylduverk ráðherranna, að vísa öllum
tvímælum aptur í þessu efni, og ens sama kvazt keisarinn
kreíjast og vænta af öllum sínum embættismönnum. Keisarinn
segir sjer hafi ekki komið til hugar að takmarka kosningar-
frelsið, en hins krefst hann, að embættismennirnir, sem haíi
unnið sjer þann eið, að styðja stjórn hans og allar hennar
ráðstafanir og gjörðir, gleymi eigi þeirri skuldbinding við
kosningarnar, en muni öllu fremur eptir trúnaðareiðinum og
firrist allan andróður og eggingar i gegn stjórninni. — Orðið
ábyrgð fannst (á tveimur stöðum, að oss minnir) í boðskránni,
en af þvi ráðherrarnir eru eptir henni ekki annað enn þjónar
og verkfæri konungs og krúnu, þá hafa þeir enga ábyrgð aðra
enn gagnvart konunginum, en alls enga fyrir þinginu. Schulze,
kennara i ríkisrjetti við háskólann í Berlín, þótti boðunin vera
lögstudd í flestum greinum. Hann sagði hið sama, sem Bis-
marck hefir svo opt látið þingmennina heyra, að þingstjórn
væri bæði ólögmæt og óhugsandi í Prússaveldi og á þýzkalandi,
því flokkarnir væru svo sundurlausir og lítt þjálfaðir í þing-
málum. Konungurinn væri líka þungamiðja í ríkislögum Prússa,
og svo frv. það eina, sem hann vildi ekki allsendis fallast á,
var kaflinn um embættismennina og þingkosningarnar. Honum