Skírnir - 01.01.1883, Page 104
106
Þýzicaland.
fannst að þeir þyrftu reyndar ekki að láta siga sjer fram fyrir
hönd stjórnarinnar við kosningar, en á hinn bóginn sæmdi
þeim ekki að gerast hennar móstöðumenn. Enn fremur þótti
honum boðunin koma nokkuð flatt upp á menn, og mörgum
myndi svo virðast, að hún væri nokkurskonar málsvörn fyrir
kansellerann í gegn þeim mönnum, sem segja að hann ráði
einn öllu á þýzkalandi. Annars efast enginn um, að Bismarck
sje höfundur brjefsins, því það eru einmitt hans lcenningar frá
öndverðu sem það flytur. Krúnan er að hans álitum burst og
mænir Prússaveldis, heilög jartegn valds og tignar um leið og
hiin er leiðarstjarna þjóðarinnar. þegar fulltrúadeild þingsins
þótti 1863, að ráðaneytið hefði gerzt djarft um ódeildan verð,
er það hafði neytt þess fjár, sem bingið synjaði, sagði Bis-
marck til fulltrúanna: ,,þjer sakið ráðherrana um ríkislagabrot,
en því ekki sjálfa krúnuna? Vjer erum ráðanautar konungs-
ins, og hver maður veit það á Prússlandi, að ráðherrarnir gera
allt í nafni konungsins og að hans boði“. . . . „það 'er ekki
við oss, að þjer berjist um ráðin, en einmitt við sjálfa krún-
una“. 1. júní 1866 sagði hann meðal annara orða: „Ráð-
herrarnir gegna ríkismálum Prússaveldis sem nákvæmast eptir
Hans Hátignar konungsins ályktunum, fyrirmæium og leiðar-
vísan“. Málið bar í umræður á alrikisþinginu, og varði Bis-
marck boðunarbrjéfið með venjulegri snilld og yfirburðum.
Hann sagði, að konungi hefði verið hjer einn kostur nauðugur,
er sumir flokkaskörungarnir (o: framhaldsmenn) væru að telja
fólkinu trú um það, sem alls ekki stæði í ríkisislögunum eða
á þeirra grundvelli. þeir vildu „draga blæju fyrir konungs-
valdið, að það skyldi blasa sem minnst í augu fólksins11, þoka
svo langt frá ríkisvenjum Prússaveldis, að „lconungurinu yrði
að eins sýnilegur á stórhátíðum, sem fyrrum Japanskeisari, er fólk-
inu var leyft að lita fæturna á honum inn um grindarglugga11.
Menn gerðu mikinn róm að ræðunni, og jafnvel forustugarpar
„þjóðernis- og frelsisvina", Bennigsen og fl., kváðust ánægðir
í alla staði með konungsbrjefið. Framhaldsmenn og sósíalistar
voru þeir einu, sem tóku til andmæla. Richter bar Bismarck
á brýn, að hann vildi komast á milli konungsins og þingsins,