Skírnir - 01.01.1883, Page 106
108
Þýzkaland.
markandi breyting á „maílögunum“, sem prússneska þingið
fjellst á, er þar eru nokkrar smáhömlur á klerkum kaþólsku
kirkjunnar teknar úr lögunum, en þeir mundu þó fleiri úr
kjósa. Allt fyrir það er nú kallað, að komið sje á samdráttar-
leiðina, og þeir hafa skrifazt á vingjarnlega Vilhjálmur keisari
og páfinn. Hins þarf ekki að geta, að kaþólsku klerkunum
þykir ekkert til fullnaðar að gert, fyrr enn öllu er kippt i það
horf sem var, áður enn maílögin hlutu gildi. — A alríkis-
þinginu var samþykkt frumvarp stjórnarinnar, að gera frönskuna
ólögmæta í öllum opinberum málum í Elsas og Lothringen
frá 1. októbers 1882. Síðar felldi þingið uppástungu þing-
manna frá þeim löndum, að þeir mættu mæla á frönsku á
heimaþinginu, sem kynnu ekki þýzku, og var þó á hana fallizt
eptir aðra umræðu. — I október fóru fram kosningar til
prússneska þingsins, og gengu svo stjórninni í vil, að hægri
menn fjölguðu um 20. Fyrir kosningar sagði Bitter, fjármála-
ráðherrann af sjer embætti, en ráðherraskiptin orsakast helzt af
þvi hjá Prússum, að ráðherrunum og Bismarck ber eitthvað á
milli, en hann lætur þeim ekki annað hlýða enn fara þvi enu
fram, sem honum þykir henta. I stað Bitters kom sá maður,
sem v. Schotz heitir. I skýrslu sinni um fjárhag Prússaveldis
greindi hann frá, að jöfnuður yrði á tekjum og útgjöldum, en
þó með því móti, að til láns yrðu teknar 22 mill. marka.
Hvort um sig var reiknað á rúmlega 1089^'a millíón marka.
það sem þjóðverjum eins og fleirum verður fjefrekast, er
her þeirra, floti og aðrar landvarnir. Vegna álaganna streymir
fólkið hundruðum þúsunda saman til Ameríku og annara
heimsálfna. Richter, einn af forustumönnum framsóknarflokks-
ins, sem opt hefir verið nefndur í þessu riti, tjáði það á mál-
fundi i Köln í fyrra vor, að stríðin í Evrópu hefðu á síðustu
25 árum kostað hana IV2 mill. manna, og 70 millíarða í fjelátum.
A síðustu 10 friðarárum hefði þýzka þjóðin lagt 5 millíarða í
sölurnar til hers og landvarna*). — í her þjóðverja eru
*) Stjórnarblöðin höfðu tölu Richters í skopi, og sögðu að hann hefði
átt að geta þess um leið, að pjóðverjar hefðu drukkið á 8 árum öl
fyrir 6’ ,2 millíarða marka.