Skírnir - 01.01.1883, Side 107
ÞrZKALAND.
109
næstum allir enir æztu fyrirliðar tignir menn eða eðalbornir,
eða hjer um bil 260 af því ætterni á móti 22 (af borgara-
stjett).
f>ó Gyðingar hafi ekki orðið síðar fyrir þeim usla og atsúg
á þýzkalandi, sem „Skírnir11 gat um í fyrra, þá mun enn vera
ámynt um Júðahatrið. Júðahatendur halda enn liði sínu
saman, og draga fleiri og fleiri að sjer,' en þeim verður
jafnast gott til liðs, sem seta upp fána öfundar, hroka og
heimsku. Og allt um það hafa miklir fræðaskörungar ráðizt
hjer til forustu. Vjer nefnum sagnaritarann v. Treitsche, hirð-
prestinn Stöcker og heimspekinginn Dúhring. þeim kemur
öllum saman um, að þýzkalandi yrði það fyrir beztu, ef Gyð-
ingum yrði komið á burt. J>eir vilja reyndar ekki fara að eins
og Rússar, þegar þeir reka til Síberíu, en þrengja að kostum
Gyðinga, takmarka þegnrjettindin, taka af þeim embætti og
umboð, hafa glöggar gætur á kaupskap þeirra og gróðabrögð-
um, bola j>á frá blöðum og ritum, og svo frv. Stöcker lcennir,
að Gyðingar hljóti að spilla kristinni j>jóðmenning og j>ýzkum
dygðum, og Treitsche er honum samdóma, nema hvað prest-
urinn er honum vandlátari i Krists nafni. Sliks er líka af
þeim manni von, sem hefir stofnað það fjelag, sem hann kallar
„kristilega sósialista“. Svæsnastur þeirra er heimspekingurinn.
Vjer látum einstöku ummæli hans bera vottinn. „Undir eins
og rotnun sækir líf og limu einhverrar þjóðar“, segir hann,
„lcoma Gyðingar eins og flugur og setjast á fúasárin og sjúga
næring úr meinunum, og hafa þau svo sjer til viðgangs og
bjargræðis. þjóðirnar deyja af spillingunni, Gyðingar lifa á
henni og þrifna“. Og á öðrum stað: „Gyðingar eru líkir Je-
hóva, guði sínum. Hann ljet engum hlýða að kallast því
nafni, hann tók sjer vald yfir himni og jörðu. Gyðingar eru
eins óþjálir, óvægnir og ágjarnir til ríkis. f>á þyrstir í einok-
unarvald. J>egar þeir heimta jöfnuð eða jafnrjetti, þá er það
yfirdrottnunin, sem þeir sækjast eptir, og þegar þeir tala um
frelsi, þá þykir þeim i það mest varið, að mega jijá, fjefletta
og ræna. Jehóva sagði svo forðum: „„jeg skal leggja fjendur
þína fyrir skör fóta þinna!;“ þetta verður orðtak þeirra um