Skírnir - 01.01.1883, Page 108
110
týZKALAND.
allar aldir.“ Til eggingar var bágt betur að mæla, og bágt
að fara betur i svig við sanngirni og rjettvisi. Menn tala —
og það með rjettu — um þjóðalýti eða kynlýti hjá öllum
þjóðum eða ymsu þjóðakyni, og er þá auðvitað, að Gyðingar
verða ekki undan skildir. En hinu má ekki gleyma, hverju
harðræði Gyðingar hafa mátt sæta, og hvernig barátta „fyrir
tilveru sinni“ gegn kúgun og ofsóknum hefir komið inn hjá
þeim kala og tortryggni, vísað þeim á leynistigu gróðans og
fjebragðanna, um leið og hún hefir stælt lundina, gert þá
skjótskyggna um flesta hluti og harðari eptir hverja þraut.
Vjer höfum opt minnzt á í þessu riti, að þeir þykja í þeim
löndum (Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Englandi og Ameriku)
þrifnaðarmenn og beztu þegnar, þar sem þeir hafa lengi átt
við góð kjör að búa og notið jafnrjettis við kristna menn.
Hvað Júðahatöndum verður ávinnt á þýzkalandi, er bágt að
vita, en oss þykir líkast, að ofsi þeirra sljákki þegar fram
líður. Vjer lásum í einhverju blaði í sumar sögu af fundi,
sem þeir áttu með sjer — oss minnir heldur í Eisenach enn
i Berlín —, og þó mart væri þar mælt óþvegið til Gyðinga,
þá mátti skilja á orðum þeirra, að Gyðingar mundu verða
þungir í vöfum, og oss minnir það væri Stöcker, sem sagði,
að það mundi veita erfiðara að koma þeim burt af þýzkalandi,
enn Júðahatendum sjálfum. — Hvorki að harma nje lasta, þó
svo færi!
Mannalát. 8. febrúarmán. dó skáldsagnahöfundurinn
Berthold Auerbach (f. í Nordschlitten, litlum bæ í Scharz-
wald 28. febr. 1812). Hann var af Gyðingaætt, og byrjaði í
æsku að stunda guðfræði Gyðinga, Frá henni hvarf hann
skjótt og tók þá til að iðka heimspeki, sagnafræði og bók-
menntasögu. Skáldsögur hans eru margar og munu ávallt
þykja frábærlega fagrar, þó sjerílagi þær, sem efni er tekið
til úr bændaiífinu, eða „landþorpasögurnar“. Vjer nefnum af
mörgum: „Die Frau Professorin", „Barfnszel“ (berfætlan), „Ivo“,
„Joseph im Snee“, „Das Landhaus am Bhein“. Ein af skáld-
sögum hans heitir „Spinozaíl. Hann ritaði líka síðar æfisögu
þessa heimspekings og kynbróður síns, og sr.araði ritum hans á