Skírnir - 01.01.1883, Qupperneq 113
AUSTURRÍKI OG UNGVERJALAND.
115
Serbíu og Czernagora (Montenegró). J>eir höfðu ætlað, að
þessi lönd mundu ráðast til fulltingis, og jafnvel fleiri lönd á
Balkanskaga, og Rússar mundu loksins ekki geta setið hjá,
ef kynbræður þeirra yrðu of hörmulega leiknir. Keisarinn
sendi, svo skjótt sem við mátti komast, mikinn her uppreisn-
armönnum á hendur — nær því 30 þúsundir, og fyrir þeim
þann hershöfðingja, sem Jóvanovics heitir. Atfarirnar byrjuðu
snemma í febrúarmánuði, en uppreisnin var þó ekki á þrotum
fyrr enn í lok aprilmánaðar. Ráðherrarnir í Búda-Pesth lofuðu
bæði Serbíukonung og Svartfellingajarl fyrir einurð þeirra og
hreinlyndi, um svo vant sem þeir hefðu átt að vera, að halda
þegnum sínum í skefjum. Að því oss minnir, minntust þeir
ekki á Rússa, en upp á þá var ekkert borið eða Slafavini á
Rússlandi, nema hvað blöðin kvisuðu um erindreka frá Rússum
til æsinga í þeim löndum. Löndin kalla menn nú álimuð
Austurríki og Ungverjalandi með öllu, og i júlí voru toll-
merkin af tekin milli þeirra og landanna fyrir vestan.
I „Skírni“ 1880 er sagt af því fjelagi á Ítalíu, sem kall-
ast „Italia irredenta" (Italia hin óendurleysta). þeir menn eru
flestir úr liði þjóðveldissinna á Italiu, en vilja, að hún fái öll
þau lönd, sem ítalskir menn byggja, og er þá helz tlitið til Austur-
rikis eptir Trient og Triest. Stjórnin í Rómaborg hefir orðið
að hafa á þeim vakanda auga, að ófriðarráð fylgdu ekki gífur-
mælurn þeirra á fundum eða í blöðum. Allt fyrir það bjuggu
þeir yfir samsærisbrögðum, og komu þau svo fram í sumar, að
þeir sendu menn til Triest og fleiri borga, sem áttu að æsa
borgarlýðinn til uppreisnar, eða koma öllu í uppnám með
sprengikúlum og öðrum ógnum. I ágúst var iðnaðarsýning
haldin í Triest, og var hún vigð af Ludvig erkihertoga fyrsta
dag mánaðarins. Daginn á eptir gengu hermenn í prósessíu
til hallarinnar þar sem hertoginn gisti, og fylgdi þar múgur og
margmenni. Menn vissu þá ekki fyrr til, en sprengikúlu laust
niður á milli manna, og varð einum að bana, en lemstraði sjö
menn. Löggæzlumönnunum tókst ekki þann dag að handtaka
þann mann sem kastað liafði morðfærinu, en bæði hann og
fleiri menn síðar, er þeir fóru sömu erinda til Austurríkis, eða
8*