Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 114
116
AUSTURRÍKI OG UNGVERJALAND.
þá sem höfðu búið til heljarvjelamar. Af rannsóknum löggæzlu-
stjórnarinnar á Italiu varð ljóst, að þeir erindrekar voru sendir
af stjórn þess fjelags, sem fyr er nefnt. Morðinginn hjet Ober-
dank, og var látinn sæta lífláti, en aftökudaginn bryddi á
óspektum í mörgum borgum á Italíu.
27. desember hjeldu menn viðhafnarmiklar hátíðir í Austur-
ríki i minningu þess, að þá voru 600 ár liðin frá því er Habs-
borgarættin tók þar tign og völd. Mest var um dýrðirnar í
Vín, og þar flutti keisarinn hjartnæma þakkarræðu til fulltrúa
borgarinnar, og minntist þess, hve ótrauðlega borgarbúar hefðu
lagt lif og góz i sölurnar fyrir keisara sinn á neyðar- og
raunadögum ríkisins.
Víða hefir brytt á ofsóknum við Gyðinga á Ungverjalandi,
en mest var að gert í Pressburg og hjeraðinu umhverfis þá
borg. þær atfarir voru því likar, sem sagt var frá í fyrra frá
Rússlandi, en munurinn varð sá, að stjórn Ungverja lagði út-
svar á borgina til að bæta þeim mönnum skaða og fjártjón,
er fyrir því urðu, þar sem kalla mátti, að stjórn Rússa jyki á
óhægindi Gyðinga, í stað þess að láta eitthvað gert til yfir-
bóta.
Látins má geta eins ens bezta skálds Ungverja, Jóhans
Aranýs, sem varð bráðkvaddur 21. okt. (65 ára gamall). Eptir
hann liggja bæði „hörpuljóð11 og hetjuljóð, sem snúið hefir
verið á ymsar tungur, og þótt bæði fögur og fengimikil. Af
enum síðarnefndu nefnum vjer af mörgum „Hetjan Janos“ og
„Umsátur Múranýs“.
Rússland.
Efniságrip: Horf Rússlands til annara ríkja; tvenn ráðherraskipti og fl.
— Af gjöreyðendum. — Af ödyggðum embættismanna. — Ofsóknir við
Gyðinga. — Prá Kúldja. — Af framförum Rússlands. — Mannalát. —
P'rá Finnlandi.
Öll afstaða Rússlands gagnvart ríkjunum fyrir vestan og
sunnan er hin sama sem hún hefir lengi verið. Sje það satt,