Skírnir - 01.01.1883, Page 116
118
RÚSSLAND.
sem Gortsjakoff komst að orði í fyrsta umburðarbrjefi sínu,
þegar hann var orðinn kanselleri Alexanders annars. Giers er
í ætt við Gortsjakoff, og hefir verið erindreki Rússlands hjá
Svíum, Persum og Svissiendingum, og í sendisveit þess í Mikla-
garði, en varð forstjóri utanríkisdeildarinnar í stjórn keisarans
1875; utanríkisráðherra 9. apríl árið sem leið. þeim um-
skiptum var vel tekið á þýzkalandi og i Austurríki, og blöð
þjóðverja sögðu, að þetta vissi á frið og samkomulag með
þeim þremur keisaraveldum, og að alslafaflokkurinn á Rúss-
landi mundi nú aptur settur — að minnsta kosti um stund.
þetta þótti nú rætast tveim mánuðum siðar, er Ignatjeff, ráð-
herra innanríkismálanna varð að víkja sæti í stjórn keisarans.
Menn hafa ávallt kallað þenna mann helzta forkólf alslafa-
flokksins, og það því hættulegri, sem keisarinn og faðir hans
höfðu hann í mestu metum. Menn kenndu honum mest
manna um ófriðinn við Tyrki, og menn vissu, að hann rjeði
mestu um sáttmálakostina, sem Tyrkjum voru gerðir í St.
Stefanó. Menn kölluðu hann fóstbróður þeirra Katkoffs og
Aksakoffs, og kváðu ræður Skóbeleffs hershöfðingja talaðar
eptir hug hans og hjarta (sjá þýzkalandsþátt 102. bls.). I
stuttu máli: I blöðum annara landa þótti sem versta ófriðar-
anda og óvætti væri fyrir komið, er keisarinn vjek Ignatjeff frá
stjórn, en óvinir hans eða mótstöðumenn á Rússlandi fundu
honum það helzt til saka, að hann hefði gert Rússland óvin-
sælt, og komið því í einangur í Norðurálfunni. I stað hans
kom Tolstoi, bæði Zarvinur og Slafavinur, sem stóð nokkurn
tíma fyrir kennslumálum á ríkisárum Alexanders annars, og er
kallaður mætur maður og mikill skörungur. þeir sem betur
þykjast vita, segja, að Alexander keisari þriðji hafi ekki skipt
svo uro ráðherra þess vegna, að Ignatjeff var kennt um ófrið-
arráð erlendis, en hann hafi látið sveigjast fyrir fortölum þeirra
manna, sem rjeðu honum frá að samþykkja frumvörp Ignatjeffs
til nýbreytni í landstjórninni og á högum bændanna. Hann
hafi viljað leiða í lög hjeraða eða sveita þing, nokkurskonar
stjettaþing með heimild á uppburðum eða ráðleggingum, sem
síðan skyldu fara til stjórnarinnar í Pjetursborg. Enn fremur