Skírnir - 01.01.1883, Qupperneq 118
120
RÚSSLAND.
tilraunir og banaráð, bæði að vitorði og framkvæmdum. Vjer
nefnum tundursprenginguna í Vetrarhöllinni 17. febr. 1880,
keisaramorðið, fjárránið i Cherson auk fleira, sem af hefir
verið sagt í enum fyrri árgöngum þessa rits. Á meðal enna
sökuðu voru 3—4 kvenmenn, og ein þeirra af eðalmanna kyni.
Flestir bandingjanna voru bæði fölir og magrir, en sumir (3)
vitstola með öllu, og var meðferðinni á þeim um kennt.
Dómur var því kveðinn upp á 20, og voru 10 (2 konur og 8
karlmenn) dæmdir til lífláts. Hinir til betrunarvinnu (náma-
eða kastalavinnu, eða i iðnaðarhúsum) æfilangt eða í 20 ár.
Af rannsóknunum sannaðist mart af því, sem fyr þótti upp
komið, um s mband oddvitanna við menn í enum æðri stjett-
um — sjerílagi hermannastjettinni. Síðar náðu löggæzluþjón-
arnir þeim manni eptir langar leitir, sem hafði ostasöluna í
búðinni, sem getið er um i „Skírni“ 1881, 106. bls. Hann
nefndist þá Kóbóseff, en komst á burt úr Pjetursborg, og
spurðist svo lengi ekki til hans. Rjett á eptir morðið settist
hann að í Moskófu og stóð þar fyrir allmikilli verzlun, og þótti
mesti sómamaður, sem enginn grunaði um neitt tortryggilegt.
Nafn hans hið rjetta var Jurij Bagdanóvitch. Hann átti bróður,
sem hafði verið sveitarforiijgi í hernum, og hjá honum hafði
hann dvalið all-lengi á miklum búgarði sem hann átti, en síðar
farið víða, að hafa fortölur fyrir mönnum leynilega. Sumstaðar
tók hann sjer bólfestu um stund, og þótti hann mætasti maður
í alla staði. Á einum stað var hann í heiðursskyni gerður að
sættasemjanda. I Pjetursborg barst hann svo á og gat skipt
svo vel ham sínum, að hann kom í hús hefðarmanna og mesta
stórmennis, og fannst mönnum jafnmikið um hvorttveggja,
menntun hans og kurteisi. Hvað hann hefir þá nefnzt vitum
vjer ekki, en sumir tóku eptir því, að þeir voru sviplíkir, osta-
maðurinn og snyrtimaðurinn, og því var kvisað, að hinn fyr-
nefndi mundi vera greifi í dularbúningi og heita Orloff. Hjá
honum var þá kvenmaður, sem ostamaðurinn kallaði konu sína.
J>að var prestsdóttir, Jakímóva að nafni, sem fylgdi honum að
lagi, og var með honum í öllum ráðum. Bæði kunnug Sólóvieff,
Jeljaboff og fleirum áræðismönnum níhilista. Árið sem leið