Skírnir - 01.01.1883, Qupperneq 119
RTÍSSLAND.
121
gat löggæzlustjórnin höndlað hana ásamt öðrum manni, og
voru þau þegar kúguð til sagna. það er sagt, að rannsóknar-
dómarinn hafi af hennar orðum fengið vitneskju um, hvar
„Kóbóseff“ bóndi hennar var niður kominn. Vjer höfum getið
þessa til dæmis um brögð og vjelar nihílista. Vjer höfum
ekki tóm nje rúm til margra sagna, en bætum fáu einu við:
tundurbirgðir hafa fundizt árið sem leið bæði í Moskófu og
Pjetursborg, og þeir bendlaðir við þá fylgsnageymslu, sem voru
í foringjatölu, eða synir fyrirliða í hernum. I Moskófu og á
þeirri járnbrautarstöð, sem Spírófa heitir, fundust gangagrafir,
til að leggja um kveikjuþræði að heljarvjelum, og er auðvitað,
að hjer skyldi keisarann hitta. Fyrir nokkru fannst sú húfu-
gerðarstofa í Pjetursborg, þar sem smáar sprengikúlur, en
mjög rammauknar, voru saumaðar inn i húfukollana. Húfunum
skyldi veifa við innreið keisarans i Moskófu til krýningarinnar,
eða aðrar skrúðfarir hans þar í borginni, eða annarstaðar eptir
atvikum. En þá myndi hægt að varpa þeim í fagnaðarglaum-
inum inn undir vagnana eða fætur hestanna. Nú er það upp-
götvað, hvað sem svo verður fundið. — það er ekki sjaldan,
að frjettir berast frá Rússlandi um óróa og uppnám stúdent-
anna við háskólana, sem um hefir verið getið i þessu riti (sbr.
Rússlandsþátt 1879), og er hinum ungu mönnum þá stundum
vísað til Síberíu, eða burt og heim til foreldra sinna, ef sakir
eru litlar; hitt er og títt, að háskólum er lokað um tima.
Sem nærri má geta, hafa nihílistar ekki látið þess ófreistað, að
koma fræi sínu i annan eins gróðrarreit og skólarnir eru, enda
hafa uppþotin optast staðið í sambandi við hreifingarnar í
þegnlífi Rússa, hvort sem þær hafa verið níhílistum að kenna,
eða þær hafa beinlinis risið af harmakveinunum undan harð-
ýðgi stjórnarinnar. Árið sem leið urðu svo miklar róstur við
háskólana í Kasan og Pjetursborg, að stjórnin ljet báðum loka,
og það er likast, að stúdentarnir i Kasan hafi komið hart
niður, þó sögur hafi eigi af borizt til annara landa, því það
var einmitt af meðferðinni á námsbræðrunum við þann háskóla,
að Pjetursborgarstúdentarnir gerðust uppvægir. Af háskólanum
i Kief hafa þær sögur farið, að gjöreyðendur hafi eitrað þar