Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 120
122
RÚSSLAND.
ungmennið meir enn á öðrum stöðum. Hjer mun nokkuð til
hæft, því bæði hafa gjöreyðendur haft allar klær úti á Suður-
rússlandi, og stjórnin sent þangað hina harðtækustu og ómild-
ustu af umboðsliði keisarans. Einn af þeim skörungum var sá
hershöfðingi og dómari í hermálum, sem Strelnikoff hjet. Hann
hefir i nokkur ár staðið fyrir rannsóknum eða sakamannaleitum
og dómum í Kieffylki og enum syðri hluta rikisins. Honum á
að hafa orðið heldur hendisamt á níhílistaliðum, en sögur
segja lika, að hann hafi rekið fjölda saklausra manna i
dýflissur, kúgað fólk með harðleikni og hótunum til sagna, og
markað menn, svo þúsundum skipti, til Síberíurekstranna af
handahófi og eptir skyndileg dómsuppkvæði. I fyrra vor var
hann kominn til Odessu og bjó þar i gestahöll einni andspænis
aðseturshöll landstjórans. I lok marzmánaðar komu þangað
tveir ungir menn, stúdentar frá Kief, og tóku gisting í sömu
gestahöll og hershöfðinginn, og við hann var erindið. þann
30. þ. m. var hershöfðinginn úti í garðinum, og sat þar á bekk.
þar komu þá að enir ungu menn og skutu á hann báðir
i senn. Skotin urðu honum að bráðum bana, en þetta var um
albjartan dag, og þustu menn þegar að og handtóku stúdent-
ana. Menn efast ekki um, að þeir hafi verið sendisveinar
níhílistanefndarinnar, er þeir gengu svo i opinn dauðann, eða
að þeirra hlutur hafi upp komið til morðsins, er hún hafði
sett nafn hershöfðingjans á heljarskrána. Stúdentarnir voru
festir í gálga tveim dögum siðar. — þvi hefir verið fleygt
stundum síðan, að keisarinn hafi fengið heitingarskeyti frá
níhílistanefndinni, og þeir hafi látið hann vita, að menn væru
komnir í manna stað, og það kæmi fyrir ekki, að hann hefði
látið höggva svo mikið skarð í lið þeirra. Allt fyrir það má
ætla, að keisaranum og stjórn hans þyki nú minni gaumur
gefandi heitunum þeirra, úr því krýning hans og drottningar-
innar á að fara fram í Moskófu i maímánuði, en menn hafa
opt haft orð um, að nihílistum mundi þykja sú hátíð til heilla
bezt.
Eitt af aldameinum Rússlands, sem þar liggur í landi,
eru ijárprettir og svik embættis- og umboðsmanna, og loðir