Skírnir - 01.01.1883, Side 121
RÚSSLAND.
123
mest við skattheimtur og tolla. Ríkið tekur skatt af brennivíns-
gerð og ymsa neyziutolla, en í þeim tveim greinum er sagt,
að svikin nemi ekki minna enn 400 millíónum króna*). Svo
er reiknað í riti eptir rússneskan barón, Nolder að nafni.
Annar maður, Kútúsoíf greifi, kemur í ritlingi við þau kaun
Rússlands, svik og fjárplóg í herstjórn (íjárneyzlu til hers og
landvarna), og tekur það fram um leið, að þýzkir menn sje
næstum þeir einu sem þar megi treysta til allra umboða.
I nafnlausum ritlingi þýzkum er grein gerð fyrir ódæma svik-
um í umboðsstjórn Rússa — hers, flota, póstflutninga, tolla,
ríkisgóza og svo frv. — og þar er sagt, að Rússar hafi varið
á 10 árunum síðustu 100 millíónum rúflna til nýrra herskipa,
en flotaaukinn nemi ekki þriðjungi þess, sem Englendingar
hafi unnið á þeim tíma fyrir sömu peningaupphæð. I Tagan-
rok komst það upp í byrjun ársins, að tollheimtumenn hefðu
á 10 síðustu árunum haft 20 millíónir rúflna af ríkinu. En
sú saga bættist við, að umsjónar- og umboðsmennirnir við
höfn og tollheimtu, hefðu síðan 1846 ábatazt á þann hátt, að
þeir tóku hjer um bil krónu fyrir hverja tunnulest af sandi
eða seglfestugrjóti, sem þeir leyfðu skipstjórnarmönnum að
kasta útbyrðis á höfninni; en það allt áttu þeir að sjá um, að
flutt yrði á land, svo höfnin spilltist ekki. Nú er hún svo sandi
orpin og grynningamikil, að viðgjörðin kostar margar millíónir.
Síðan Ignatjeff fór frá stjórninni, hefir nokkuð hægzt um
fyrir Gyðingum, en til miðsumars var títt um þær ofsóknir,
sem frá er sagt í undanfarandi árgöngum þessa rits, einkum á
Suðurrússlandi. Lög Ignatjeffs bættu heldur ekki kosti þeirra.
það virðist sem Ignatjeff hafi ætlað að afla sjer vinsældar hjá
bændum og borgaskríl með þeim lögum. Gyðingum var
bönnuð brennivínsgerð og brennivínssala; þeir skyldu flytja sig
út fyrir öll þorp og smábæi, eignast hvorki akra nje engjar,
nje neina fasteign aðra, vera sviptir kosningarrjetti, en eiga
*) Að Rússum þyki «sopinn góður*, má ráða af því, að talið er þeir
drekki brennivín fyrir 1376 mill. króna á ári.