Skírnir - 01.01.1883, Page 123
RÚSSLAND.
125
þö hann hefði ekki orð á, en hann hjet þegar 60,000 rúflna úr
sinum handraða Gyðingum til bjargar.
I þeim parti, sem Rússar hjeldu eptir af Kúldju (sbr.
„Skirni“ 1881, 111. bls.), hafa þeir gert enum þarlendu heldur
harða kosti. þeir eiga ekki að eins að ganga i þjónustu undir
merkjum Rússa, en hver sveit á að halda kennara á sinn kostn-
að til að kenna börnunum rússnesku, að tala hana og rita.
þetta hefir dregið til, að enir innbornu hafa haft sig á burt
yfir á landspart Sinverja, og er sagt, að heilar byggðir standi
nú auðar í landeign Rússa.
Vjer höfum að framan getið þess helzt, sem mest er um
talað, en það eru misfellurnar á þegnlegum högum Rússa, og
þeir atburðir, sem slíkt votta. En hins er eins skylt að minnast,
sem ber vott um, að mart hjá þeim er á framfara og þrifnaðar
vegi. Keisarinn og ráðgjafar kosta kapps um að efla upp-
frædingu fólksins, og hjer gengur vel áleiðis, þó afar mikils sje
enn á vant. þeim bændum íjölgar ár af ári, sem gerast sjalfs-
eignarmenn, og færa sjer þau umskipti í nyt. A slðustu 18 ár-
um hafa framlögin til þess úr sjóði rikisins verið 784 mill.
rúflna. Iðnum og verknaði hefir mjög fleygt fram í flestum
greinum, og sama er um verzlunina að segja. Verzlunin við
önnur ríki var 1868 reiknuð á 309 millíónir rúflna, fyrir tveim
árum náði hún 1210V2 mill. r. þegar Alexander annar kom til
valda, var 3 millíonum ráflna varið á ári til alþýðuskóla, nú
ganga til þeirra 20 millíónir. Járnbrautir eru svo auknar frá
1855: þá náðu þær yfir 979 rússn. mílur (rastir), nú yfir 21,
100. 1 vísindum og fögrum listum inna Rússar nú svo
mart af höndum, að menntaþjóðir álfu vorrar verða að viður-
kenna, að þeir sje hjer á framfara og framaleið langt komnir.
Mannslát. Snemma í júnimánuði dó sá hershöfðingi
snögglega (af niðurfalli), sem tvisvar er minnzt á að framan:
Michael Skóbeleff, yngstur allra i hershöfðingjatölu Rússa
(f. 1845). þrítugur að aldri hlaut hann þá nafnbót í her keis-
arans, svo þótti hann hafa þá til unnið með framúrskarandi
hugrekki, íjörlegu snarræði, og óbilugri framgöngu í bardögun-
um. Hann jók enn frama sinn og orðstír í sóknninni á hendur