Skírnir - 01.01.1883, Síða 125
NÍJU RÍKIN Á BALKANSSKAGA.
127
á þeira hluta fljótsins, sem landið á bakka að, fór svo sem á
var vikið í fyrra, að málið skyldi út kljáð á fundi stórveldanna,
og allt það er varðaði ymsra rjett og kvaðir þar að lútandi.
Lyktir þess verður næsti „Skírnir11 að segja.
Serbía. Landið er nú konnungsríki, og tók jarlinn það
tignarnafn 6. marz og nefndist Mílan fyrsti. þegar Serbar
rjeðust í andvigi við Tyrki 1876, gaf Tsjernajeff hershöfðinginn
rússneski honum konungsnafn, en stórveldin vildu ekki þá fall-
ast á þau umskipti, og Austurríki stóð þar mest á móti. Síð-
an hefir svo mart skipazt á annan veg á Balkanskaga, Rúmen-
ía komizt í konungsríkjatölu, o. s. frv., en hitt eigi skipt
minnstu, að Serbar hafa leitað vináttu og samkomulags við
stjórn Austurríkiskeisara, og jarlinn fór sjálfur til Vínar, að
búa svo í haginn sem þarfti. Nú studdi Austurríki mál Serba,
og sendiboði keisarans var einn hinn fyrsti, sem flutti kon-
ungi fagnaðar kveðjur og óskaði honum giptu og gengis.
Serbía er minnsta konungsríkið í Evrópu. A þinginu eru
139 fulltrúar, en af þeim kýs konungur 33. þingmenn, eða
rjettara mælt kjósendur þeirra, deilast í tvo höfuð flokka. Sósíalist-
ana látum vjer liggja milli hluta. Annar þeirra — sjálfsagt enn
íjöllmennasti — er þjóðernisflokkurinn, öðru nafni kallaður serb-
neski eða „stórserbneski" flokkurinn, sem vill fram fylgja sam-
bandsgerð og einingarlögum allra Serba (í Serbiu, Bosniu,
Herzegovinu, Dalmatiu og Montenegró). það er auðvitað, að
þessi flokkur sjer þar sitt eina athvarf, sem Rússland er, og
þeir menn mega líka til þess vitna, að það er fyrir fulltingi
Rússa að Serbia hefir náð sjálfsforræði sinu. Forustumenn
þessa flokks eru þeir Ristic og sá æzti biskup, sem Michael
heitir. Hinn fyr nefndi hefir jafnast staðið fyrir ráðaneyti Serbiu-
jarls, síðan landsbúar tóku að berjast til lausnar undan Tyrkj-
um (1876). Hinn flokkurinn kallast „framhaldsmenn“ eða
„framfaraflokkurinn'1. þessir menn hafa sjer einkum fyrir aug-
um framfarir og þrifnað landsins, og ætla, að það sje betra
fyrir þetta nýja ríki, að eiga sjer þar góðan og heilhugaðan
granna, sem Austurríki er, en að gerast skjólstæðingur eða
lýðskylduland Rússaveidis. Síðan jarlinn tók konungstignina,