Skírnir - 01.01.1883, Síða 126
128
NÝJU RÍKIN Á BALKANSSKAGA.
hefir þessi flokkur haft sina skörunga við stjórnina, en þegar
síðast frjettist, þótti grunur leika á, að þeir mundu ekki haldast
til langframa fyrir Ristics liðum.
23. október kom Mílan konungur heim til Belgraðs úr
heimsóknarferð sinni til Rumeníu konungs. A lendingar-
bryggjunni (á Duná) stóð drottning, sonur þeirra, ráðherrarnir
og mart annað stórmenni, en þaðan skyldi — sem tízka er
til — gengið til bænagerðar í dómkirkjunni. þegar konungur
gekk inn i kirkjuna, reið skot að honum. Kúlan flaug fram
hjá honum, en særði mann í þyrpingunni. Drottningin íjell í
óvit, en konungur þreif hana í fang sjer, og fylgdi henni til
hallarinnar. Hann bað fólkið láta stillilega, og ók síðan í her-
mannsbúningi sínum aptur til kirkjunnar, og gerði þar bæn sína
og þakkir. Skotið kom úr skammbissu, sem frú ein hjelt á.
Hún var ekkja yfirliða nokkurs, Markóvic að nafni, en hann
hafði verið dæmdur í herdómi til lífláts 1877. Sök hans var
sú, að hann skoraðist undan hlýðni og vildi ekki leggja af
stað með sveitir sinar (3), þegar Serbar höfðu í annað sinn sagt
Tyrkjum strið á hendur. Markóvic sagði, sem satt var, að
Ristic hefði brotið landslögin, er hann hafði gert þetta að þing-
inu fornspurðu. þegar kona hans heyrði, að sá dómur var
uppkveðinn, sendi hún manni sínum undireins svo látandi hrað-
skeyti, að hún ætlaði að fara þegar á fund jarls, og biðja
vægðar á dóminum. Hún fjekk þá þau svör aptur, að sá mað-
ur væri eigi framar í tölu lifandi manna, sem hraðskeytið var
stílað til. Eptir þetta sótti hana opt vitfirring eða óráð, og i
þvi ástandi var hún, þegar hún ætlaði að vinna á konunginum
til bana.
Czernagora (Montenegró; svartfjallaland). Hjeðan er
tíðindalaust að kalla. Tyrkir hafa til þessa dregið það á hömlu
að gera svo allt statt um landamerkin að sunnan og austan,
sem til var ætlazt í siðustu sáttmálagerð, og að enginn efi
þyrfti á þeim að leika, eða deilur af að rísa við Albaníubúa.
þeir eru bæði óþjálir og ófriðarfúsir, sem stundum hefir verið