Skírnir - 01.01.1883, Síða 129
TYRKJAVELDI.
131
mun líklega satt, að hann treystir sjer betur í sumu enn ráð-
herrum sínum. Sagt er og, að hann hafi heimuglegt ráðaneyti,
og geri þar optast ráðherrana fornspurða, er hann ræður sínum
kalífsráðum, ef svo mætti að orði kveða. Stundum fara þær
sögu'r af honum, að þau köst komi í hann, sem likjast óráði, og á
þá hræzla og tortryggni til að bera, að honum sje banaráð
búin, eða önnur samsæri höfð með höndum. I byrjun desem-
bers kom það öllum á óvart, er hann rak Said pasja, stór-
vezírinn, og alla ráðanauta sína frá stjórninni; meðal þeirra
var Osmann pasja (hermálaráðherrann), varnarhetjan frá Plevna,
sem hann hefir ávallt haft mesta traust á. En hitt var ekki
til minni furðu, er hann lcvaddi þá alla aptur til ráðaneytis
fám dögum síðar. Um það leyti skipti hann líka svo um
borgarvörð sinn eða höfuðverðina, að hann ljet taka vopn af
öllum Sjerkössum, sem í því varðliði voru, og senda þá heim
til átthaganna. því var og bætt við, að hann ljet smíða sjer
nýjann vagn, stálsleginn, en þorði ekki að stiga upp í hann,
fyr enn hann hafði látið liða hann allan í sundur, og rann-
sakað sjálfur, hvort þar væru engar vjelar fólgnar.
Að þvi leyti kippir soldáni í Asíukynið, að þó fólkinu sje
þungt um álögurnar, hermenn hans sakni mála, svo misserum
skiptir, og ríkið sje stórskuldum hlaðið, þá heldur hann ekki
sparara á fjenu til rausnar, enn Tyrkjasoldánum hefir verið
tamt — þó hann sói ekki svo frámunalega, sem Abdúl Azíz.
Svo er og um hirðprýði hans og gjafir; það eru allt rausnar-
gjafir, sem hann gefur höfðingjum. I fyrra sendi hann Vil-
hjálmi keisara, eða rjettara mælt, drottningu hans, krónprins-
inum og konu hans fimm gæðinga (graðhesta) af Arabiu kyni.
Hver var öðrum fagrari, og hinn elzti var 12 vetra.*) Send-
ingunni fylgdu þrír af hirðmönnum soldáns, auk hestasvein-
anna, en ölium fannst mikið til um búninga þeirra, svo hlað-
búnir og gullflúraðir sem þeir voru, ekki að tala um beizlin
og söðulreiðin. Reiðverin voru af purpura, og öll gullsaumuð,
*) pað er sagt, að þeir hestar eldist allra hesta bezt.
9*