Skírnir - 01.01.1883, Síða 130
132
TYRKJAVELDI.
eri'það allt gull, er af málmi skyldi vera, t. d. hnakkhylkin
fyrir pistólur á söðli krónprinsins.
Frá Bolgaralandi. Hjeðan er ekki annað með tíðindum
teljanda, enn það, að ráðherrarnir og „stjórnarráðið11 hafa
búið til ný kosningarlög, þar sem til er tekið, að kosningarnar
skuli vera óbeinar eða tvefaldar. Kosningar fulltrúanna eru
bundnar við nokkra fjáreign og tiltekna bóklega kunnáttu.
Hjer er ekki lítið flokkastríð, en Alexander ;)fursti“ er harður
í horn að taka, og hefir sterkar hömlur á þeim, sem kallast
frelsis og framfaramenn, en eru í rauninni langt um lítilsigldari,
enn þeir og vinir þeirra ætla. Einn af forsprökkum þeirra
manna var sá maður, er Zankoff heitir, en hann var í ráða-
neytinu, er „furstinn11 hóf landstjórn sína á Bolgaralandi.
þegar „furstinn11 tók svo í taumana, sem sagt er frá í tveimur
síðustu árgöngum þessa rits, bauð hann Zankoff að fara burt
frá höfuðborginni (Sofíu), og halda vist sinni í öðrum bæ,
sem Vraca heitir. I lok nóvembers kom þessi garpur til Sofíu
á grísku skipi, og var honum þar fagnað af málsinnum sinum
með allmiklum hávaða; en hann óx þá til ófriðar og róstu,
er aðrir andæptu hjer á móti, og löggæzlumennirnir bönnuðu
honum að stíga á land. Lyktirnar urðu, að hann og fieiri
vina hans voru settir fastir um nóttina. Zankoff heldur út
blaði, og lýsti yfir því, er hann kom heim aptur, að hann skyldi
launa stjórninni næturgreiðann á þinginu. það átti að byrja í
desember, en vjer vitum ekki, hvað þar hefir gerzt. Eitt mun
öllum Bolgörum jafnt um hugað, bæði þeim fyrir norðan Bal-
kan og sunnan (í „Eystri Rúmeliu11), og það er: að róa að
því öllum árum, að land þeirra komizt aptur í heildarskipun,
og undir ein lög og sama höfðingja.